Á síðustu áratugum hefur utanríkisstefna Bandaríkjanna verið ótrúleg. Þeir hafa dælt peningum í hin og þessi þjóðríki og öfgahópa til skiptis og fjármagnað og þjálfað hryðjuverkamenn (t.d. Osama Bin Lader og heri Saddams Hussein).
Skoðum aðeins eitt dæmi. Fyrir ekki mörgum árum dældi USA peningum og vopnum til Írak. Ásæða þess var meðal annars mótvægi á Ísraelsmenn og herveldi þeirra. Forsendur: hagsmunir USA. Þegar Hussein réðst svo inní Kuwait hætti hann að vera ,,vinur” USA og Ísraelsmenn urðu nýju ,,vinirnir”. Þá fóru þeir að dæla til þeirra peningum og vopnum. Ísraelsmenn eiga í mikilli baráttu við Palestínumenn eins og við höfum öll séð í fréttum. Gyðingar í Ísrael eru að bola Palestinumönnum burt af landsvæðunum sem þeir búa á. Eðlilega eru Palestinumenn og þá muslimar víða um heim ekki á eitt sáttir við aðild Bandaríkjanna í þessu máli. Ísraelsmenn eru í stríði með vopn og peninga frá Bandaríkjunum!
Til eru allt of mörg svona dæmi í sögunni. Mér finnst þessi hriðjuverk á USA 11. sept hræðileg…og það er ekkert hægt á einn né neinn hátt að réttlæta þau.
En við hverju var að búast!!!
Mér finnst þetta eðlilegt framhald á yfirgangi USA í gegnum árin. Stíðið sem nú er farið af stað verður aldrei unnið. Aldrei! Ég hef örlítið kynnt mér ,,,The Art Of War” eftir Sun Tzu. Hún kennir m.a. hvernig hægt er að eiga í stríði við mótherja sem er mun stærri og valdameiri. Í ,,TAOW” er eitt af grunndvallar atriðunum að nota stærð andstæðingssins á mót þeim. Nákvæmlega það sem Osama Bin Laden er að gera og stuðningsmenn hans. Miltisbrands bréfin, allar þessar hótani og yfirlýsingar. Meira að segja hér á Íslandi eru fyrirtæki eins og Flugleiðir að segja upp 180 manns. 20% samdráttur í ferðamannaiðnaðinum sem þýðir minna tekjustreymi til landsins á tímum sem erlendar skuldir eru í hámarki!!!
Auðvitað varð að grípa til aðgerða, ég er ekki að halda öðru fram. Það sem ég vil koma á framfæri eru áhyggjur mínar við það sem Mohammads Omars trúarleiðtogi talibana sagði á dögunum: ,,Bandaríkjamenn og Bretar hafa nú opnað hurð sem aldrei verður lokuð!”. Með ósamhefðum hernaði líkt og þeir eru að gera geta USA ekki unnið. Munið orð fréttafulltrúa Omars fyrir 2 vikum síðan ,,Við erum tilbúnir til að fórna 2 milljónum muslima í baráttunni”. Hugsið ykkur!
Mín skoðun er að USA ætti innleiða þróunarkenningu Darwins inní utanríkisstefnu sína (að hluta amk). Hætta afskiptum af þessum löndum. Hætta allri aðstoð, peninga, vopn, mat o.s.frv. Eins í öllu lífríkinu ,,,life finds a way”. Ég veit það er ógeðfellt að segja þetta en málið er einfalt, á hverjum degi deyr fullt af fólki í þessum löndum úr hungri og sjúkdómum. Hatrið á Vestrænar þjóðir eykst vegna afskiptanna svo vandamálið verður aðeins stærra. Sama hversu mikið við reynum og gerum það verður aldrei nóg og eykur aðeins hatrið..
Breytum samskiptum okkar við þessi lönd. Hættum að halda þeim uppi á peningum og vopnum. Gefum þessum þjóðum bókasöfn og skóla. Hættum að láta fyrirtæki iðnríkjanna stunda rányrkju í þróunarlöndunum. Kennum þeim. Látum þau að öðru leiti í friði. Leyfum stjórnum eins og Talibönum að komast til valda. Það er ekki okkar að sjá um byltingar í öðrum löndum. Það er þegnanna að sjá um það.
Ég segi förum í stríð við Fáfræði!