Atvinna á Íslandi
Þegar ég hóf störf í fyrsta skipti 15 ára á einu subbulegasta matsölustað í bænum þá var ég ráðinn því eigandinn sagði að ég væri með fallegt bros og þar sem ég kom vel fyrir og var kurteis þá fékk ég vinnu.
Tveim dögum seinna fékk ég spark í rassgatið þegar mér var tjáð að ef ég bætti ekki afköstin þá yrði ég látinn fara í lok vikunnar, samt var ég ekkert latur og var að gera alveg nóg m.v. aldur.
Ég vann þarna í 2 ár með menntó og lærði að vinna eins og það er kallað.
Undanfarin 10 ár hef ég að mestu unnið við verslun og verslunarrekstur, fyrir utan 1,5ár semég var í byggingavinnu og frá 2002 eftir að ég byrjaði aftur í skóla hef ég unnið við verslun á sumrin og um jól og páska.
Það er eftirtektarvert og umhugsunarvert að pæla aðeins í þeirri breytingu sem orðið hefur á íslenskum ungmennum á þessum tíma.
Í dag er vandfundið það íslenska ungmenni sem getur séð sóma sinn í að veita góða þjónustu, og á ég þá við að leggja af alvöru metnað í starfið.
Seinasta sumar var ég reyndar svo heppinn að vera með fulla verslun af svoleiðis fólki í verslun í Kópavoginum. Í lok seinasta sumars þá lagði ég líka 2-3 daga í að skrifa eins vönduð meðmælabréf fyrir það starfsfólk og ég mögulega gat.
Með því að vinna í þessum geira hef ég kynnst ógrynni af fólki í skildum rekstri og þetta er að verða meira og meira vandamál, leti Íslendinga.
Ég held persóulega að þegar íslenskunám er orðið betra og innflytjendur því hæfari í þjónustustörf í verslunum þá eigi þeir eftir að skara fram úr. Að vera Íslendingur er EKKI betra í dag, það er ekki verra en fer versnandi.
Ég fór t.d. á pósthús í gær, þar var eldri kona að afgreiða og ung erlend stelpa sem talaði reiprennandi íslensku að kenna konunni á tækin og styðja hana við afgreiðsluna. Ég dáðist að vinnubrögðum stelpunar, hún leiðbeindi á einstaklega kurteisan hátt, þjónustaði mig vel (því konan var sko ekki að gera það) þó hún ætti að vera að því, en það sem var flottast fannst mér var að hún leiðrétti konuna eftirá en ekki á meðan afgreiðslu stóð… … það hefði gert lítið úr konunni, svona fyrir framan okkur (hún var náttúrulega að læra) can´t blame her… en þetta fannst ér bara svo flott…
En já, fólk sem ég þekki og er með verslun eða vaerslanir er í dag frekar tilbúið að borga há laun til reyndra starfsmanna til að halda í þá, frekar en að ráða nýtt fólk því í dag er lítil sem engin von að finna vænlegan starfskraft (ekki í þjónustustarf)
Þegar ég tala um þjónustustarf þá á ég við verslunarstörf, ekki t.d. sjúkraliða eða sendibílstjóra. Reyndar þá er skortur á áreiðanlegu fólki í báðar þessar stéttir.
Það sem ég er að reyna að segja er í raun:
Fyrir 10 árum var íslenskt starfsfólk eftirsótt, jafnvel voru erlendir gestir að bjóða fólki vinnu erlendis bara vegna þess að það var íslenskt, því það táknaði orku og dug…
Í dag hefur þetta breyst og er farið að tákna leti og næst feitustu börn í heimi…

Hvað finnst fólæki um það?