Nýverið kom út skýrsla um fátækt barna á Íslandi og tölurnar eru sláandi þ.e. ef það sem fram kemur í fjölmiðlum er rétt.
Ég skora á fólk að lesa þessa skýrslu. Það er margt áhugavert við hana sem ekki hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Líklega þar sem það er ekki fréttnæmt eða hentar ekki pólitískum viðhorfum fréttamanna.
Mikið hefur verið talað um 6,6% en sú tala er byggð á miðgildi tekna fólks og þær upplýsingar eru fengnar hjá ríkisskattstjóra. Mæliskekkurnar í skýrslunni eru það mikilvægasta við hana. Afhverju segi ég það? Ef við ætlum að ræða fátækt og hvernig og hvaða leiðir séu bestar til að koma í veg fyrir hana, verðum við að átta okkur á því hvernig fátæktin er reiknuð út.
Förum yfir nokkur dæmi sem gleymst hafa í umræðunni en kemur fram í skýrslunni
1)Ef tekið er tillit til námslána frá LÍN lækkar hlutfallið í 6,3%. (ekki nákvæm tala)
2)Meðlagsgreiðslur til einstæðra foreldra lækka þetta hlutfall enn frekar en ekki liggja fyrir fullnægjandi tölulegar upplýsingar um þessar fjárhæðir. (þar af leiðandi er þær ekki með í skýrslunni og skekkja niðurstöðuna)
3) Stærsti hópur fátækra barna býr hjá einstæðu foreldri svo meðlagsgreiðslur gætu lækkað prósentuna gífurlega.
4)Þær breytingar, sem ákveðnar voru á skattalögum á árinu 2004 og koma til framkvæmda allt til ársins 2007, styrkja stöðu barnafólks sérstaklega. Sama gildir um þær breytingar sem nú eru til umræðu á Alþingi og varða greiðslur barnabóta vegna 16 og 17 ára barna, hækkun skattleysismarka o.fl. (skýrslan er miðuð við fátækt barna 2004 svo þetta hefur mikið að segja um réttar tölur í dag)
5)Á hverjum tíma eru til ábyrgðarmenn barna sem hafa litlar tekjur. Þeir geta verið nýkomnir inn á vinnumarkað eða hafa lent í tímabundnum áföllum. Mæling á fjárhagslegri stöðu á tilteknum tímapunkti gefur því rangar upplýsingar um raunverulega fátækt til lengri tíma og mælir hana hærri en hún er í raun og veru.
6)Þá hafa sumir ráðstöfunartekjur sem ekki koma fram í skattgögnum. Hér má sérstaklega nefna fólk í sjálfstæðum atvinnurekstri en hann er töluvert hærri hér en í öðrum ríkjum OECD.
Sú að ferð sem notuð er við í gerð skýrslunar er lýst í henni sjálfri: “Algengast er að miða við tiltekið hlutfall af miðgildi1 tekna sem til ráðstöfunar eru til að greiða fyrir framfærslu. Það hefur í för með sér að alltaf mælast einhverjir fátækir sama hversu vel tekst til um þjóðfélagsþróunina.”
Þetta hefur farið framhjá fjölmiðlum sem einbeita sér að því að blása upp málið og tala um þann hrylling að hér séu mörg þúsund börn sem lifa við fátækt. Umræðan er því á villigötum og villir því fyrir mönnum að sjá hvar vandinn er og hverngi á að leysa hann. Umræða sem á sér stað núna ýtir undir að framagjarnir stjórnmálamenn sem hlaupa fram og lofa miljörðum í málefnið sem bætir ástandið lítið og yfirleitt í stuttan tíma.
Nú er margt í skýrslunni sem er jákvætt til dæmis að ¾ þeirra sem bjuggu við fátækt 2000 búa ekki við fátækt 2004. Þetta ýtir undir þær kenningar að sú fátækt sem er við lýði á Íslandi sé skammtíma-fátækt og laði þá við ung fólk aðalega og þá sem eru nýlega eru komnir inn á vinnumarkaðinn.
Það vekur althyggli að 60% þeirra barna sem mælast undir fátækt eiga foreldra sem eru fæddir 1984 og eftir það en árgangar 79-83 af foreldrum telja til rúmlega 25%. Þetta eru mjög áhugaverðar tölur og í raun knýgja okkur til að skoða hve löng er atvinnuþáttaka í þessum hópi og hvað stóran hlunta LÍN kemur inn í þessa mælingu auk meðlagsgreiðslna.
Annað sem ekki er tekið fram í skýrslunni er fjöldi einstaklinga sem tímabundið er frá vegna tjóns(s.s. Slysa) og þá hvað stór hluti þeirra fá tjón sitt greitt að fullu.
Það má telja meira upp en ég ætla að lát hér við liggja. Nú kann einhver að halda að ég sé að reyna að verja stjórnvöld en svo ekki. Ég er að reyna að koma umræðunni inn á vísindalegra svið og skilja pólitíkina eftir við útidyrnar. Það er mikilvægt að við ræðum þessa hluti skýrslunar þ.e. hvernig við fáum niðurstöður hennar.
Hvatning mín til að skrifa þessa gerin eru ummæli Kristrún Heimisdóttir í þætti Egills Helgassonar. Þar harðneitar konan að ræða um aðferðir og prósentur m.ö.o. við skulum ekki ræða aðalatriðin einugnis taka öllu sem við fáum í hendurnar sem heilögum sannleik. Þessi viðhorf eru því miður ríkjandi í umræðu um svo margt í dag og blindar fólk frá því að taka betri ákvarðanir vegna betri upplýsinga sem gagnrýnin umræða veitir okkur oft.
Ég vil hvetja fólk til að ræða þessa skýrslu málefnalega og minna menn á: að til að taka góðar ákvarðanir í öllum málum líka þessu skiptir máli að hafa góðar upplýsingar. Ég er þeirra skoðuna að aðalatriði skýrslunar séu mæliskekkurnar því þær segja okkur hvers ber að varast þegar og ef taka þarf á þessum málum.