Já, svo lengi sem þú ert einhversstaðar aleinn og tussuskakkur þá er mér skítsama.
En þú verður að átta þig á einu og það er að enginn maður er eyja “No man is an island”.
Þú ert hluti af samfélagi og hluti af lífi annarra í kringum þig, það sem að þú gerir getur haft og hefur áhrif á aðra í kringum þig.
Þessvegna finnst mér það heilmikil sjálfselska að segja að þú ráðir því hvað þú gerir við sjálfan þig því í þessu tilfelli þá ertu að tala um að taka inn lyf sem gera þig óvirkan í samfélaginu (kannabis gerir það til langstíma) og þannig byrði á öðrum.
Ég er líka að tala um ef þú skyldir fara útí sterkari efni sem er oft raunin með þá sem byrja í neyslu ungir, hvort sem það er áfengi eða kannabis.
Því um leið og þú ert farinn útí sterkari efni þá ertu orðinn hættulegur sjálfum þér og öðrum í kringum þig.
Maður á spítti veit voðalega lítið hvað hann er að gera og er þannig lagað stórhættulegur með uppþembdar tilfinningar og skeytingaleysi gagnvart öðrum.
Ef þú skilur hvað ég á við en það er að það sem að einn gerir hefur áhrif á hópinn.
Hinsvegar hefur tvisvar sinnum verið ráðist á mig, bæði skiptin af drukknum mönnum.
Þessir menn verða samt að bera ábyrgð á því, ekki ætla ég að fara í herferð gegn áfengisneyslu þó ég hafi lent í þessu. Mín reynsla er ekki réttlæting fyrir því að takmarka neyslu annarra.
Þessir tveir menn eru ástæðan fyrir því að áfengisneysla hefur slæmt orð á sér hérna á Íslandi og lögin hafa úrræði til að sjá um þesslags fólk sem ræður ekki við sjálft sig undir áhrifum.
Það þyrfti að segja þessum tveim líkt og þér að hegðun þeirra hefur áhrif á aðra í kringum þá og ef þeir kjósa að verða fullir þá verði þeir að vera vissir um að gera ekki svona hluti, en það er örugglega erfitt stundum.
Hinsvegar er lausnin á þeim vandamálum sem fylgja áfengi bundin í lög, að banna áfengi er engin lausn því þá væri einungis verið að flýja vandann auk þess sem enginn yrði ánægður með það.
Áfengi og kannabis er hinsvegar ekki það sama, engan veginn.
Og þó að áfengi sé jú skaðvaldur líkt og kannabis þá réttlætir það ekki lögleiðingu kannabis eins og margir vilja halda.
Að koma með þau rök fyrir lögleiðingu kannabis að áfengi sé leyft er afkáralega heimskulegt.
Því að…
“Two wrongs doesn´t make a right”
Afhverju að auka á þjóðfélagsvandann með því að leyfa önnur skaðvaldandi efni?
Við sjáum nú alveg greinilega hvernig áfengi er að fara með fólk, kannabis bætir ekki vandann heldur eykur á hann.
Ef ég beiti ofbeldi, stel, myrði, nauðga eða verð brjálæður handrukkari þá finnst mér réttlætanlegt að taka á þeirri ógnarhegðun, en það að gera vissa neyslu ólöglega er allt annað. Viltu banna bíla til þess að koma í veg fyrir umferðarslys? Auðvitað væri slíkt óréttlætanleg frelsisskerðing.
Hér talaru um það sem að lögin eiga að ná yfir.
Að beita einhvern ofbeldi, myrða, nauðga og að vera brjálaður handrukkari fellur allt undir lög og er refsivert samkvæmt því.
Að gera vissa neyslu ólöglega er ekki endilega allt annað heldur getur það einnig verið sami hluturinn ef sú neysla hefur neikvæð áhrif á aðra í kringum þig. Þú auðvitað mátt gera það sem þú vilt en á móti kemur að það eru líka til fólk í kringum þig sem gætu orðið fyrir áhrifum af gerðum þínum.
Kannabis er ekki bannað til að stríða fylgjendum þess eða neytendum heldur útaf því að löggjafarvaldið er einungis að reyna vernda þig og mig og alla aðra fyrir skaðlegum áhrifum sem þetta efni kann að valda, hvort sem það er einstaklingur, samfélagið í heild sinni og þarmeð talið efnahagskerfið eða eitthvað annað.
Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstaklinga og þjóðfélagið sem heild, þó að deildar meiningar séu um hvort það hafi tekist og þá að hve miklu leyti.
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1878Á þessum vef má sjá ofangreinda tilvitnun ásamt fleiru sem ég legg til að þú lesir.
Og til að sýna þér að ég er ekki að tala eitthvað útí loftið þá skaltu einnig lesa þér til um kannabisefni.
Kannabisreykingar geta því valdið flestum þeim sjúkdómum, sem tengdir eru tóbaksreykingum, svo sem lungnasjúkdómum, krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Kannabisreykurinn er að því leyti varasamari en tóbaksreykurinn að hann inniheldur að minnsta kosti þrefalt meira magn af þeim efnum, sem talin eru skaðlegust í tóbaksreyk
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=242Þetta eitt finnst mér nóg til þess að banna þetta.
Einhversstaðar þarna las ég líka þó að ég finni það ekki núna og geti ekki vísað til þess en það er að kannabisreykingar eru einnig hættulegar útaf því að kannabisvindlingar eru síulausir þannig að skaðleg efni eiga greiðari leið að líkamanum og að neytendur hali reykinn djúpt inn og haldi honum þar inni í smástund þannig að inntaka skaðlegra efna eykst gífurlega úr hverjum smók.
Kannabisefni hafa áhrif á skammtímaminnið, hæfni til að greina aðalatriði frá aukaatriðum og einbeitingu þannig að neytendur eiga erfitt með að leysa flókin verkefni. Neysla kannabisefna getur því mjög fljótlega komið niður á náms- og starfshæfni. Þessi skerðing á námshæfni virðist aukast eftir því sem neysluferillinn er lengri.
http://logregla.is/subqa.asp?cat_id=456Þarna er verið að tala um að fólk verður að grænmeti í hausnum af því að reykja kannabis til lengri tíma og að hæfni þeirra til náms og starfs minnki.
Hvernig á það fólk að geta komið sér áfram í lífinu öðruvísi en að verða byrði á öðrum í þjóðfélaginu ef það getur ekki séð um sjálft sig útaf því hversu grillað það er í hausnum af reykingum?
Mér finnst ekki sanngjarnt að fjölskyldur í landinu þurfi að borga meðferðarúrræði, mat og jafnvel húsnæði fyrir fólk sem hefur farið illa útúr kannabisneyslu.
Þannig er það í Reykjavík að stór prósenta krakka í grunnskólum leiti meðferðar útaf kannabisneyslu.
Þetta las ég á fræðsluvef einhverjum en finn hann ekki og get því miður ekki vísað í hann og biðst ég afsökunar á því.
En varðandi þessa krakka.
Helduru að þau borgi fyrir meðferðina sjálf?
Nei, það gera þau ekki og ekki er þessi meðferð heldur gefins.
Það eru foreldrar þeirra eða ríkið sem borgar fyrir það, peningar sem gætu vel farið í annað og hefur áhrif á kjör þeirra fjölskyldna sem þurfa að blæða fyrir kannabisneytendur því að flestir sem eru í neyslu eiga fjölskyldur sem þeir leggjast á og sjúga pening úr fyrir annaðhvort meðferð eða meira af efnum.
Það fyrrgreinda er sýnilegt dæmi um að viðkomandi vilji bæta sig og er ekkert nema gott um það að segja og sjálfsagt að fjölskyldan borgi fyrir það nema hann sýni engin merki um bata og leiti alltaf í sama farið aftur en þá verður hver og einn að ákveða fyrir sig hvenær það er komið nóg, hvenær það eigi að hætta að berjast.
Annars finnst mér nóg fyrir að fólk sé að borga allt ofantalið fyrir áfengissjúklinga.
Þú bannar auðvitað ekki bíla og þetta var eitt það heimskulegasta comeback sem ég hef séð. =)
Bílar eru eitt það nauðsynlegasta fyrir hvern og einn í dag og ríkisstjórnin væri illilega að skjóta sig í fótinn með því að banna þá því tekjurnar af þeim og hagkvæmnin er slík.
Að bera þetta saman við kannabis er engan veginn hægt því að þetta er bara ekkert sami hluturinn.
Allt varðandi bíla fellur líka undir lög, eitt skal yfir alla ganga og í stað þess að banna bíla þá eru samin lög varðandi umgengni þeirra og notkun.
Ef þú brýtur af þér á bíl þá eru til lög um það, þú mátt ekki einusinni setjast undir stýri ölvaður , ef lögreglan sér þig gera það þá ertu handtekinn og ég kann skondna sögu af einum félaga mínum sem var einmitt tekinn við að sækja áfengi ölvaður útí bíl og endaði með feita lögreglukonu á bakinu. =)
En það er önnur saga.