Ég heyrði tvo gutta tala saman í sundi um daginn, greinilega ný komnir með bílpróf (heyrði það á samtalinu), annar þeirra hafði tekið kaggan sinn upp í 180 á keflavíkur leiðinni….
Auðvitað eru sumir sem hugsa svona, en ekki halda að það séu allir 17 ára … og þessir sem þú sást geta alveg eins verið 18 ára svo að ef þessi lög væru breytt í það sem lagt er fram yrði engin munur. Einnig tek ég vel oft eftir “fullorðnum” mönnum/konum í umferðinni brunandi framhjá mér. Þetta tengist oft kannski þroska að hluta en það er alls ekki aldursbundið en það er jú algengara hjá þeim sem eru nýkomin á bíl.
Treystið þið 15 ára krakka undir stýri ?
Nei ?
16 ?
Nei ekki ?
Afhverju þá 17 ?
Þú gleymdir að bæta við “Afhverju þá 18 ?”
Málið er ekki aldurinn, það er reynslan .. ég hef lítið breyst á undanförnum 2 árum og það er mánuður í það að ég sé 19. Ég er samt sammála að 15-16 þá er mikill munur á þroska miðað við þá sem eru byrjaðir í framhaldsskóla.
Ég get sagt þér að ég er 100% viss um að þroskinn kemur ekki með aldri, heldur með lífsreynslum. Það er pottþétt mál, það er ekkert gen eða e-ð í heilanum sem kveikir á sér 18 eða 20 ára og segir þér að hegða þér skynsamlega. Eftir því hvað þú upplifir í lífinu þá breytist hugsunarmið þitt, og þeir sem fá bílpróf 17 ára hafa verið að minnsta kosti hálft ár í framhaldsskóla (Þeir sem eiga afmæli í Janúar). Framhaldsskóli er MJÖG líklega það sem breytir fólki mest hvað varðar þroska. Próf verða erfiðari, fólk fer að vinna meira, fólk byrjar í alvarlegri sambönd o.s.fv. Eins og þú sérð þroski tengist ekki aldri heldur lífsreynslu, 17 ára fólk er álíka þroskað og 18,19 og e.t.v. 20 ára fólk líka. Svo fer fólk í háskóla yfirleitt og þá breytist það oft á nýjan leik.
Aldur skiptir máli upp að svona 30 í þroska að mínu mati, enda tel ég mig sjálfan ekkert full þroskaðan, tel mig bara ekki það nautheimskan að ég skilji ekki að maður er á drápstæki í umferðinni og vill ég sæll kallast ef ég steindrep sjálfan mig frekar en einhvern annan í umferðinni, útaf það er örugglega með því erfiðara sem maður getur tekið á sig.
Ég held ég þekki engan sem vill láta kalla sig drápstæki enda er það ekki skemmtilegur stimpill, en sumir sem eru að keyra glannalega lifa inní einhversskonar kúlu, hafa líklega ekki upplifað neitt skelfilegt, fatta kannski ekki hversu hættuleg tæki bílar eru, en þeir eru ekkert frekar reyndari 18 ára en 17 ára … jú kannski kemur e-ð fyrir þau á þessu eina ári sem á að bæta við en það er ekki okkar að ákveða né skipta okkur af.
Ef þið haldið að þið eigið auðvelt með að komast í áfengi pælið þá hve mikið léttara það væri fyrir þá sem eru 2-3 árum yngri en þið að redda sér í ríkið þegar þið getið komist í það 18 ára gömul.
Að redda sér í ríkið skiptir aldri engu máli … það að þú sért 14,15,16,17 eða 18 breytir ekki aldrinum á þeim sem kaupir fyrir þig í ríkinu svo þú ættir að íhuga þín rök aðeins betur. Ef að áfengisaldurinn væri lækkaður í 18 ára þá væri einfaldlega verið að “samræma” lög landsins, þá væri verið að veita þeim sem hafa “svokallað sjálfræði” þá virkilegt sjálfræði í fyllstu merkingu orðsins. Það væri einnig verið að samræma Ísland við önnur lönd Evrópu enda er mikið um það að gerast í dag með evrópusambandið, evruna bla bla bla you know what I mean. En málið er að í dag þá eru þúsundir íslendinga að brjóta lög hverja helgi .. allir þeir sem eru 18-20 ára (c.a. 80%-90%) hafa smakkað áfengi og stórt hlutfall gerir það kannski 1sinni á mánuði. Þessi tala er ekki byggð á neinni rannsókn þó það sé örugglega hægt að nálgast slíkar tölur einhversstaðar. Ég bara veit af þeim fjölmörgum fyrirpartýum sem ég hef farið í og fjölmörgu fólki sem ég þekki, þá eru einungis 2 einstaklingar sem ég þekki sem ekki hafa bragðað áfengi !!!
Til hvers að segja fólki að það sé sjálfráða ef það má síðan ekki ráða sig sjálft, bara bull réttindi .. frekar kalla það “kosningahæf” og með “reykingarleyfi”.
Jón