Ég vil ekki eyða þvílíkum tíma í uppsetning en vildi gá hvort að það væru margir að hugsa um þetta borðliggjandi frumvarp sem leggur til að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár.

Mér sýndist helstu rök þeirra sem leggja fram þetta frumvarp vera meðal annars að 17 ára unglingar séu ekki nógu þroskaðir miðað 18 ára einstaklingur og síðan það að þar sem sjálfræðisaldurinn er 18 ára þá væri sjálfsagt að samræma bílprófsaldurinn við þessi lög.

Mínar skoðanir eru m.a. :

-Auðvitað er 17 ára einstaklingar aðeins óþroskaðri en 18 ára en ég sé ekki mikinn mun sjálfur. Ég er sjálfur 18 ára og það fólk sem ég þekki sem er 17 ára hugsar með svipuðum hætti og ég og mínir jafnaldrar. Með þessari breytingu held ég að það sé einungis verið að fresta þeim slysum sem verða hjá nýjum ökumönnum einungis um ár þar sem flest slys verða að mínu mati vegna reynsluleysis. Einnig tel ég að sá einstaklingur sem myndi keyra hratt og glannalega 17 ára mun alveg eins gera það 18 ára svo það er eins og ég sagði bara verið að slá þessu á frest.

-Svo eru það rökin með að samræma við sjálfræðisaldurinn. Jú það eru einnig fín rök en ef það skal vera notað sem ástæðu þá ætti að láta þetta gilda um öll lög og leyfa öllum sjálfráða einstaklingum heimild til að gera alla þá hluti sem eru aðgengilegir t.d. tvítugum sjálfráðum mönnum. Ég auðvitað er þá helst að vísa í áfengislög landsins sem er annað mál á tungum margra landsmanna. Af hverju mega sjálfráðir einstaklingar á aldrinum 18 og 19 ára ekki kaupa sér áfengi sjálf, þessi titill “sjálfráða” er í raun ekki sannur nema maður sé orðinn algjörlega sjálfráða.

Þannig að ef samræma á bílprófsaldur við sjálfræðisaldur þá sýnist mér að öll önnur “bann”-lög ættu einnig að samræmast við sjálfræðisaldurinn.

Ég hef ekki þol í að skrifa meira um þetta núna og væri endilega til í að sjá álit annarra hér.

Jón