Afsakið en ég verð að spyrja…
Ef ég væri kennari og myndi verða uppvís að því að misnota eitt barnanna. Myndi verða sóttur til saka og sitja inni minn tíma. Væri þá í lagi að eftir nokkur ár eftir að ég slepp út að ég fari þá bara aftur að kenna?
Nú veit ég að þetta er mjög gróft dæmi. En finnst ykkur í lagi að maður sem hefur verið dæmdur fyrir að stela af okkur ríkisborgurum þessa lands, af því sem við höfum lagt í ríkissjóð, að sá maður fái nú á næsta ári að fara aftur á Alþingi. Kannski ef við erum svo óheppin þá mun þessi maður sitja í Ríkisstjórn og hann mun verða fjármálaráðherra eða menntamálaráðherra. Er það bara allt í lagi?
Ég veit að hann segist iðrast þessa að hafa gert þessi “tæknilegu mistök” en því miður finnst mér það persónulega bara ekki nóg. Ef fólk man eftir því hvaða skrýpalæti fylgdu þessu þegar þetta komst upp og hversu hart hann neitaði í fyrstu þá á ég bágt með að trú að hann muni aldrei aftur stela.
Annað sem ég skil ekki varðandi þetta blessaða Alþingi er að nú er við lýði svoköllu flokkapólitík. Við kjósum flokka því fleirri atkvæði sem flokkarnir fá því fleirri menn fá þeir á þing. En hvernig stendur á því að á miðju tímabili geti fólk hætt við að vera í hinum eða þessum flokknum og gengið til liðs við annan flokk og enn setið á Alþingi? Þeir sem skipta um skoðun vilja ekki tilheyra þeim flokki sem þeir fóru með inn á þing ættu ekki að sitja inni á þingi.
Hvað finnst ykkur….
p.s. fyrir þá sem ætla að fara að taka upp hanskann fyrir Árna, þá vil ég segja ég er ekki að líkja honum við barnaperra en ég tek bara svona dæmi því ég veit að þetta dæmi fær alla til að segja nei held að ég myndi ekki leyfa dæmdum barnaperra til að verða kennari aftur.