Þú talar um rétta og ranga hluti (sem byggist á siðferði hvers og eins og eru ekki algildir) og alhæfir að þeir sem hafi sömu skoðun og ég séu tillitslausir og sjálfselskir. Ég hef þessa skoðun einmitt af því að ég trúi að samfélagið myndi skána, auk þess sem mitt siðferði segir að hver og einn eigi að ráða hvað hann setur í eigin líkama, hvað svo sem frekjum eins og þér finnst sem vilja stjórna lífum annarra af því þær vilja vera svo “góðar manneksjur”.
Vilt þú semsagt stjórnleysi?
Að hver og einn fái að gera það sem hann vill?
Veistu yfir höfuð hvernig hugtakið samfélag virkar?
Ég held að þú sért ekki lengur að tala um lögleiðingu kannabisefna útaf því hvort þau séu skaðleg eða ekki heldur útaf því að það væri val hvers og eins að reykja það.
Það er val hvers og eins í dag, allir næstum því geta nálgast þessi efni.
En málið snýst ekki um það hvað hver og einn vill heldur hvaða áhrif það hefur á aðra sem að einn gerir.
Lífið snýst ekki bara um sjálfan þig heldur líka um manneskjuna við hliðina á þér.
Samfélagið hefur sínar reglur, lög, viðmið og gildi einmitt útaf því að sumt fólk er ekki hæft til neins annars en að lifa við strangt siðferði, lög og reglur (lifa í búri myndir þú kalla það).
Veistu ég hafði einusinni sama hugsunarhátt þartil ég áttaði mig á því að það gengi ekki upp.
Það er einfaldlega til of mikið af sjálfselskum fávitum í þessum samfélagi til þess stjórnleysi gengi upp.
Og aðrir gætu ekki lifað í samfélagi þarsem að allir fengu að gera það sem þeir vildu því að sumir eru einfaldlega uppá kerfið komnir og að það séu til fjármunir og leiðir til þess að sjá um það fólk.
Samfélag, svo að ég nauðgi þessu orði svolítið, byggist á því að fólk reynir að hjálpast að undir leiðstjórn manna sem eiga að hafa vit á því hvernig á að stjórna landinu. Þeir semja lögin fyrir okkur og hafa til viðmiðunar orsakir og afleiðingar þess hvað myndi gerast ef þessi og þessi lög væru ekki til.
Lög voru jú reyndar einusinni samin til kúgunar og valdníðslu en maður ætlar að vona að svo sé ekki í dag, í nútímasamfélagi.
Brot á viðmiðum og gildum varðar við refsingu á einhverju stigi sem er breytileg eftir brotum.
Brot á viðmiðum og gildum fellur líka ekki inní samfélagið því að viðmið og gildi er eitthvað sem að meirihlutinn af samfélaginu hefur komið sér saman um að eigi að vera, svona virki þetta án vandræða.
Það myndi varla ganga upp ef maður mætti drepa eins og maður vildi eða keyra eins hratt og maður vildi og valda þannig slysum eða drekka eins og maður vildi eða vinna ekki og liggja í leti eins og maður vildi og þar af leiðandi hafa engar tekjur, borga enga skatta, gefa ekkert tilbaka af því sem að samfélagið gefur til viðkomandi heldur bara taka og taka og þakka pent fyrir.
Það er það sem ég er að tala um þegar ég segi að langvarandi hassneysla geri þá einstalkinga sem stunda það að byrði á samfélaginu.
Það er varla sanngjarnt að fjölskyldurnar í landinu skuli þurfa að borga fyrir meðferðarúrræði , mat, húsnæði og annað sem að fólk í mikilli neyslu þarf á að halda.
Því að fólk sem að hefur verið í langvarandi neyslu á kannabisefnum verður að grænmeti í hausnum og getur því ekki stundað hvorki nám né vinnu að neinu viti.
Það hef ég heyrt frá manneskjum sem ég umgengst daglega og þekkir fólk sem er í eða hefur verið í mikilli neyslu, þau segja að það sé varla hægt að tala við sumt af þessu fólki afþví að það er svo grillað í hausnum. Ég hef líka lesið mér til um kannabisefni á fræðsluvefum og í bókum og allt það bendir líka til hins sama, að kannabisefni grilli í þér hausinn til langstíma og geri þig að óvirkum meðlimi í samfélaginu og þar af leiðandi byrði.
Ég vil ekki þurfa að borga fyrir komandi kynslóðir af hasshausum ofaná núverandi áfengisvandamál sem þessi þjóð á við að stríða.
Það er óþarfi að gera ástandið verra ef þú skilur hvað ég á við.
Þetta fæ ég af vísindavefnum.
Verkun á miðtaugakerfi: Kannabis veldur slævingu á miðtaugakerfinu og skertri samhæfingu hreyfinga, sem dregur úr hæfni manna til þess að leysa af hendi vandasöm verkefni, eins og til dæmis að stjórna bifreið. Rangskynjanir koma fyrir og einbeiting og túlkun atburðarásar ruglast. Skammtímaminni hrakar og námsgeta skerðist af þeim sökum.
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=242Og ég ætla að vísa í þetta hérna einusinni enn.
Áhrif kannabisneyslu á heilastarfsemi er einnig margþætt. Þannig dregur úr viðbragðsflýti einstaklings sem neytt hefur kannabisefna og hann verður óhæfur til aksturs og annarra athafna sem krefjast einbeitingar. Einnig leiðir neysla kannabisefna til skerðingar á dómgreind þannig að áhættuhegðun eykst s.s. ógætilegt kynlíf og þar af leiðandi hætta á ótímabærri þungun eða smitsjúkdómum á borð við klamedíu, leganda og eyðnismiti.
Kannabisefni hafa áhrif á skammtímaminnið, hæfni til að greina aðalatriði frá aukaatriðum og einbeitingu þannig að neytendur eiga erfitt með að leysa flókin verkefni. Neysla kannabisefna getur því mjög fljótlega komið niður á náms- og starfshæfni. Þessi skerðing á námshæfni virðist aukast eftir því sem neysluferillinn er lengri.
http://logregla.is/subqa.asp?cat_id=456Ég ætla að biðja þig um að lesa þetta, margt fróðlegt þarna sem ætti að auka skilning þinn og allra á afhverju þessi efni eru bönnuð.
En það er líka vel útskýrt hérna.
Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstaklinga og þjóðfélagið sem heild, þó að deildar meiningar séu um hvort það hafi tekist og þá að hve miklu leyti.
Eins og þú sért í feitletruðu þarna þá er ekki verið að setja þessi lög til að stríða þér eða öðrum fylgjendum kannabisefna heldur til að vernda samfélagið og einstaklinginn frá skaðsemi efnisins.
En restin af þessari grein er hérna.
Lestu allt sem ég gef til þin og settu það í samhengi við umræðuna og þá kannski áttaru þig á því hvað ég meina.
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1878