Lögleiðing Kannabis Lögleiðing Kannabis





Það hefur verið í umræðunni að lögleiða kannabisefni.Læknisfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á að það sé gott lyf gegn gláku og ýmsum krabbameinssjúkdómum.Talið er að það geti haldið sjúkdómnum niðri og jafnvel læknað hann.Fólk verður friðsamt á þessu og lögleiðing kannabisefna myndi draga úr afbrotum. Tölur í Bandaríkjunum sýna að fleiri deyja af völdum reykinga en kannabisefna. Fólk sem kysi að neyta efnisins sem er ekki skaðlegra en tóbak og áfengi, ætti ekki að eiga á hættu að fá dóm eða vera fangelsað vegna notkunar þess.

En rannsóknir sýna líka fram á að kannabis inniheldur krabbameinsvaldandi efni og meira að segja af niðurstöðum dýrarannsókna má ráða að efnið getur skaðað ónæmiskerfi líkamans.Eftir lögleiðingu kannabisefna í Hollandi hefur afbrotum fjölgað mikið og þar eru nú framin flest afbrot í allri Evrópu.

Það hefur líka komið í ljós að 16,2% þeirra sem höfðu gert tilraun til sjálfsvígs reyndust vera kannabisfíklar samkvæmt DSM-III-R staðlinum. Í samanburðarhópum var hlutfallið aftur á þá leið, að einungis 1,9% þeirra sem reynt höfðu sjálfsvíg neyttu ekki kannabisefna. Rannsóknir sýna líka fram á það að aðili sem reykir fimm jónur á dag gæti verið að taka inn jafnmörg krabbameinsvaldandi efni og aðili sem reykir pakka af sígarettum á dag.

Kannabisneytendur þjást oft af sömu öndunarörðugleikum og reykingamenn eins og hósta, einnig eru þeir líka í mikilli á að fá lungnabólgu.Kannabisefni skerða námsgetu og athyglisgáfu,skammtímaminni versnar stórlega,fólk þjáist af kvíða og ofsóknarhugmyndum. Kannabis hefur áhrif á aksturgetu, viðbragðsflýtir minnkar ,einbeiting og samhæfing skerðist.Við athugun á málinu kemst ég að þeirri niðurstöðu að lögleiðing hefur meiri ókosti en kosti.Get ég því ekki mælt með lögleiðingu.