“Suðvestlæg átt og víða hálka”

Þetta er bara því miður það sem að við Íslendinarnir lifum við hér á Íslandi.
En fólk virðist ekki átta sig á því þegar fyrsti hálku dagurinn kemur.
Ég var á bíl í gær(aldrei eins og vant) og var á rúntinum hluta af kveldinu.
Það er ekki eðlilegt hvað það voru mikið af árekstrum.
Fólk var bara ekki að skilja það að það væri hálka og það yrði að passa sig á henni og dekkinn væru ekki að grípa eins vel og þau eðlilega mundu gera.

Hvernig væri nú að fólk færi að hugsa áður en það sest upp í rándýr tæki og fér að keyra þau hratt í hálku.


P.s. ég er samt þrátt fyrir þetta röfl ekki nein gömul kelling sem að keirir á 30. Ég bara veit hvenar ég þarf að hægja á mér út af aðstæðum (ólíkt svo mörgum Íslendingum)
******************************************************************************************