Á Íslandi í dag fylkist fólk í nám.
Skólar hafna fóki í hundraðavís hver, þúsundir eru ekki að komast að.
Við vitum vel að mennt er máttur og við viljum öðlast þennan mátt.
Fjársveltir háskólar í niðurníddum húsum með gömul borð og stóla….
Það er hálf kjánalegt að komainní íslenskan háskóla (kannski ekki HR) því þessar stofnanir bera með sér hvað þær eru gamlar.
Allir peningar fara í að halda batterýinu gangandi en ekkert er hugsað um útlitið.
Ég veit reyndar fyrri víst að háskólarnir okkarstandast fyllilega samanburð við skóla erlendis sem sumir hver bjóða ekki uppá nettengingar nema við 100 tölvur einn dag í viku fyrir alla 10.000 nemendurna sem sækja þá…
En eru okkar skólar ekki að stefna í þessa átt?
Ég hef ráð sem er samt ekkert ráð…
Mér finndist rétt að allir háskólanemar mundu skrá sig úr þjóðkirkjunni til að auka tekjur háskólanna. Það á náttúrulega bara við þá sem nota skólann meira en kirkjur landsins..
En þar sem ég er háskólanemi, þá hef ég eki tíma til að fara í kirkju hvort eð er þá… já ætla ég að krá mig úr þjóðkirkjunni til að styrkja skólana..
En þetta gerir ekkert gagn ef ég geri það einn…
Bið alla sem þora og geta að gera það sama..
Ég er ekki í krossferð gegn kirkjunni (sem mér reyndar finnst að eigi að fjármagna sig sjálf)…
Ég er í krossferð að hjálpa skólunum og styrkja menntun á Íslandi.