Hvar er baráttuandinn í dag ?
Ég er að horfa á myndina um Veronicu Guernin, Írsku blaðakonuna sem vann í því að fletta ofan af dópsölum á Írlandi og var drepin fyrir. Þá datt mér í hug hvað við hér og annarstaðar á Vesturlöndum erum léleg í að verja okkur gegn þessu og glæpamönnum yfirleitt, af hverju erum við alveg “passíf” og segjum að yfirvöld “ríkið” eigi að passa okkur ?
Þá mynnist ég þess sérstaklega þegar voru stofnuð samtök um árið eins og Samtök Herstöðvarandstæðinga hér og svipuð víða um Evrópu af milklum eldmóð og í hugsjónaeldi. Nú er herinn farinn og við getum deilt um skaðann sem herinn olli hér, ég persónulega tel hann mikinn á andlega velferð þjóðarinnar og kannski er það hluti af því sem ég er að fjalla um.
Af hverju erum við ekki að stofna aktíf og jafnvel “afggresíf” (taka málin í okkar eign hendur) samtök til að taka á þessu böli sem hlýtur að vera með verstu málum sem við höfum haft við að glíma á seinni árum ? Ég ætla ekki í rökræðu um hvort áfengi er betra eða verra en dóp og í raun tel ég að dópneysla ætti að vera lögleg og stjórnað (eins og t.d. í Swiss), en eins og staðan er í dag þá erum við að missa tökin með skelfilegum afleiðingum sem koma fram víða í þjóðfélaginu.
Hvar er hugsjónaeldurinn núna þegar þarf virkilega á að halda ? Eru gömlu hipparnir búnir að týna sér í hefðbundinni neyslu og krakkarnir og kannski barnabörnin þeirra komnin á kaf í aðra neyslu ? Við erum fökkin glötuð þjóð !