Æ, ég get varla sagt annað. Hvað er hún veröld að sína okkur fláttskap sinn og vélar, þvílíkan óhugnað, þvílíkar öfgar. Ljóst var um leið og hriðjuverkin skullu á Bandaríkin að eftirmálar yrðu, og engir smáeftirmálar.
Osama bin Laden hefur nú lýst yfir heilögu stríði á hendur Bandaríkjamönnum, tilfelli miltisbrands eru að koma upp, Osama bin Laden segir marga menn í sínum samtökum reiðubúna að deyja fyrir málstaðinn. Það sem þarna er á ferðinni eru hættulegustu hermenn sem maður getur hugsað sér, menn sem hafa engu að tapa og allt að vinna.
Ég held að við gerum okkur engan vegin grein fyrir því hvað felst í orðunum heilagt stríð. Orð Bush eru þar um að þeir sem ábyrgir væru fyrir hriðjuverkunum yrðu eltir uppi og refsað, eru aðeins stuttbuxnapólitíkusayfirlýsing í samanburði við hina.
Nú stöndum við mannkyn frammi fyrir þeirri ógn að Osama bin Laden fái aðra til að lýta á málstaðinn með hans augum og þá er voðin vís. Menn með það eitt í fyrirrúmi að drepa til að framfylgja málstað, leiddir áfram í blindni af óbilandi trú er ávísun á ég get ekki ímyndað og vil ekki ímynda mér hvað.
Ég get ekki annað en vísað til fyrri greinar minnar um: ,,Er fíflið hann Bush að gera rétta hluti?", til að benda á frekara innlegg í þessa umræðu þar sem ég vil sjá lausn strax fyrst og málum er nú þegar á þennan veginn komið.
Ekki trúi ég að menn látti sér þessi mál í léttu rúmi liggja og margir eflaust með munn ákveðnari og vandaðri skoðanir en ég í þessum efnum og öllum er frjálst, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár, að leggja þær fram og ljá þar með umræðunni lit.