Það er hins vegar staðreynd að Dammörk, Svíþjóð, Bretland og Frakkland hafa lennt í gífurlegum vandræðum með gífurlegt magn af innflytjendum sem búa þar. Tek meðal annars sem dæmi um það óeirðirnar sem urðu í París á seinasta ári(ef ég man rétt).
Þetta er ekkert djók. Ef Ísland heldur svona áfram að hleypa innflytjendum svona auðveldlega inn í landið næstu ár þá verðum við fyrr en varir í sömu sporum og þessar þjóðir.
Ég er ekki að segja að það eigi að banna þeim algjörlega að koma. Staðreyndin er sú að lang flestir innflytjendur eru fínir. En þegar þeir koma inn í svona miklu magni þá safnast þau frekar saman í lítil lokuð samfélög og læra ekki íslensku.
Lausnin gæti hugsanlega ef það væri stofnað sérstakt innflytjendaeftirlit sem myndi gera mjög gott background tékk á öllum innflytjendum sem koma til landsins og fylgjast síðan mjög vel með því hvernig þeim tekst að aðlagast íslensku samfélagi. Svo yrði fólk sem hefði ekki æskilega fortíð eða því tækist engan veginn að aðlagast íslensku samfélagi vísað úr landi.
Ég vill enn og aftur ítreka að ég hef ekkert á móti þessu fólki. Þetta er bara staðreynd og vandamál sem þarf að varast.
Brostu framan i heiminn og hann lemur thig til baka i andlitid…