Já þessi fullyrðing hefur oft komið fram að fólk sé fílf.
Hvers vegna skyldi það nú vera? Mér finnst líklegt að það sé vegna þess að saga segi okkur að svo sé - sagan segir satt.
Hvers vegna er ég að velta vöngum um það hvort fólk sé fífl, jú það er vegna þess að ég hef þó nokkuð oft heyrt þessu fleygt þegar markaðsfólk er að gera áætlanir um hvers sé að vænta. Það virðist nefnilega vera þannig með okkur Íslendina að okkur virðist vera kappsmál að sanna svona hluti og markaðsfólkið hafi bara rétt fyrir sér og enn mun reyna á það á næstu dögum.
Nú er það svo að á miðvikudaginn er merkisdagur fyrir marga og sorgardagur fyrir aðrar - Smáralindin opnar! og hvað með það?
Jú mér hefur borist það til eyrna svo sem marga aðra að mikils sé vænst af þessum nýja stað sem af sumum er kallað musteri djöfulsins þar sem opnunar dagur og tími ber saman við helsta ták djöfulsins (opnun 101001 kl 10.10, sett saman í binary, 1010011010 er sama og 666). Já og hvað með það kann einhve að spyrja? Jú þetta er ekki allt.
Væntingar til þessa nýja verslunarkjarna eru miklar bæði þeirra sem eiga þetta og þeirra sem munu reka verslanir þarna. og að sjálfsögu er fólkið bjartsýnt, þau hafa jú hug á að hagnast á þessu, til þess var leikurinn gerður!
En eru væntingar þeirra raunhæfar? Sagt er að á þessari svokölluðu opnunarhátíð fyrstu 5 dagana, þá vænti forsvarsmenn Smáralindar um 40.000 gesta per dag! Til að anna þessu, þá er víst búið að panta bílastæði í stórum hluta suður-Kópavogs og boðið verður víst upp á strætóferði frá bílastæðum hingað og þangað um Kópavog að Smáralind !!!!!
Hafa markaðsmenn og konur rétt fyrir sér?
Erum við fólk fífl?
Plato