Nú eru menn orðnir alveg óðir í þessu fasistaríki sem við búum í. Lögreglan stöðvar nú menn útá götu og heimtar að þeir taki ofan.

“Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bifreið um helgina vegna þess að ökumaður og farþegi voru með lambúshettur á höfðinu og voru því óþekkjanlegir. Lögreglan ræddi við mennina og þeim gerð grein fyrir að slík hegðun væri ekki leyfileg.”
- af mbl.is (tilvitnun í dagbók lögreglu)

Er þetta eðlilegt, að banna mönnum að hylja andlit sitt? Er þetta hluti af skerðingu á persónufrelsi í framhaldi af hriðjuverkum í bandaríkjunum sem ráðherrar á íslandi virtust allir vera ólmir í að koma á á næstunni.

Þarna er lögreglan að ráðast að mönnum vegna klæðaburðar þeirra sem ég hélt að væri sjálfsagður partur af stjórnarskrárbundnu tjáningafrelsi mínu. (Ekki halda því fram að þetta sé bara ökumenn bifreiða sem ekki meiga hylja andlit sitt, það stangast á við að bifhjólaökumönnum er skylt að gera það.) Má ég kannski ekki keyra bíl með mótorhjólahjálm, sem er augljóslega mun öruggara.

Kveðja,
Sindri