Nú nýverið höfum við Íslendingar byrjað að veiða hvali aftur og gerst eitt af tveimur löndum sem veiða hvali í atvinnuskyni, Noregur er eina annað landið sem veiðir í atvinnuskyni, hinar hvalveiðiþjóðirnar veiða í vísindaskyni. Persónuleg skoðun mín á þessu máli er að við tókum rétta ákvörðun.
En hvernig get ég verið á þeirri skoðun? Næstum öll stórveldi nútímans gagnrýna okkur, erlendar fréttastofur eins og CNN og BBC segja að við höfum brotið bann og séum “að gefa heiminum puttann” og náttúruverndarsamtök eins og Sea Shepheard kalla okkur morðingja og hóta skemmdarverkum. Eftir þessi mótmæli ættum við ekki bara að gefast upp og hætta við?
Svarið er nei. Það er ótrúleg hræsni hjá erlendum stjórnvöldum sem knýja lönd sín með olíu og kjarnorku, rækta naut eins og tómata og fara í stríð drepandi hundruðir þúsunda manna, að dirfast að gagnrýna okkur. Við erum bara að veiða 39 hvali, þar af eru bara 9 sem teljast með, hrefnur hafa aldrei verið í útrýmingarhættu). Þessar þjóðir vita ekkert um það hvernig er að búa á 300.000 manna eyju á miðju Atlantshafi. Við höfum rétt á því að veiða það sem við viljum innan okkar lögsögu. Við erum ekki lengur bundin lögum Alþjóðahvalveiðiráðsins, þó svo að margar erlendar fréttastofur haldi það, og við erum þar með í algjörum rétti.
Nú halda örugglega mörg ykkar að hvalveiðar séu vondar fyrir efnahaginn. Ef litið er til skamms tíma þá hafið þið rétt fyrir ykkur. Það er satt að margir ferðamenn hafa hætt við komu hingað út af hvalveiðum. Það sem flestir fatta ekki er að flestar þessar afturkallanir eru mótmæli og munu hverfa eftir nokkra mánuði, kannski eitt ár í versta falli. Ekki hættir fólk við að fara til Bandaríkjanna þrátt fyrir að vera á móti utanríkisstefnu þeirra og fólk ferðast enn til Pakistans þrátt fyrir alræmda barnaþrælkun.
Það er einmitt málið. Fólk á að einbeita sér að alvöru vandamálum eins og barnaþrælkun, fjöldamorðum í Súdan, Írakstríðinu, heimilislausum eftir skjálftann í Pakistan og flóðbylgjuna í suð-austur Asíu, ekki veiðum á 39 hvölum. Það er of mikið af alvarlegum málum í þjóðfélaginu til að gera veður út af hvalveiðum.
Auk þess er 39 hvalir afar smá tala miðað við fyrri veiðar okkar. Á árunum 1950-1980 veiddum við vel yfir 200 hrefnur á ári og tugi langreiða.
Látum nú ekki heilaþvo okkur, verjum rétt okkar til fiskveiða, (eða réttara sagt hvalveiða), og hlustum ekki á gagnrýni þjóða sem hafa drepið tugi milljóna manna í stríðum í gegnum tíðina.
“The souls of emperors and coblers are cast in the same mould. The same reason that makes us wrangle with neighbours causes war between princes.”