Góðan daginn ég heiti Sæmundur og ég ætla fara yfir nokkur grundvallaratriði sem varða hvernig skal rökræða en ég tel að þeirrar kennslu er þörf hérna inni á deiglunni.
Nr.1 Rökræða er þegar tveir eða fleiri einstaklingar eru ósammála og færa rök fyrir fyrir skoðunum sínum þannig að……færið rök fyrir máli ykkar og vandið ykkur við það. (Ekki segja “Það er bara þannig”)
Nr. 2 Alltaf skal rökræða á jákvæðu nótunum þá líður öllum betur og enginn fer út í eitthvað persónulegt
Nr. 3 Verði alltaf móttækileg við öðrum skoðunum. Algjört lykilatrið er að geta skipt um skoðun.
Nr.4 Aldrei skal niðurlægja neinn persónulega.
Nr.5 Gangið aldrei of hart að þeim sem rökrætt er við þá er líklegt að sá hinn sami fari í vörn og það er leiðinlegt.
Nr.6 Í guðanna bænum ekki blóta því þá hlustar enginn á ykkur
Ég þakka lesturinn og munið þetta þegar þig “póstið” næst inni á deiglunni.
Sæmundur Rögnvaldsson