Ef að þér er illa við það hvernig karlmennirnir í kringum þig haga sér, af hverju finnurðu þá ekki bara eitthvað annað fólk til þess að hanga með ?
Það að karlmenn vilji fá athygli frá kvenfólki er svo sem ekkert nýtt, en aðferðin sem að er notuð til þess er náttrúlega mjög mismunandi eftir karlmönnum. Sumir karlmenn vilja fá jákvæða athygli (good guys) en aðrir notfæra sér neikvæðu athyglina. Þeir sem að aðhyllast góðu athyglina eru þeir karlmenn sem að segja aldrei neitt slæmt um kvenfólk (allavegna fyrir framan það) hrósar því í tíma og ótíma, lætur þeim líða eins og þær séu sérstakar, þó að þær séu það kannski ekki. Margt mætti nú fleira telja upp svo sem, en verður ekki gert. Kvenmanninum finnst að sjálfsögðu æðislegt að hafa einhvern í kringum sig sem að segir alla þessu fallegu hluti við hana… En mun aldrei falla fyrir þessum gaur að nokkru leyti.
Karlmaður sem að aðhyllist neikvæða athygli frá kvenfólki (upp að vissu marki) gerir grín að henni, móðgar hana og svo framvegis, þetta er maðurinn sem að kvenmennirnir eru líklegri til að falla fyrir, til þess eins að geta breytt þeim í góða karlmenn… Kvenfólkið, eins og elimjon segir í grein sinni, þolir ekki svona karlmenn, eða réttara sagt alla karlmenn yfir höfuð eftir að hafa kynnst svona karlmanni. Ef að kvenfólk semsagt þolir ekki þessa stráka, af hverju er það þá að fara heim með þeim eftir djamm, þar sem að þeir hafa hugsanlega komið fram við þær eins og skít ?
Þú (elimjon) segir að karlmenn séu (hugsanlega(að upphefja sjálfa sig með þessu móti, reyna að fá sig til að líða betur? Hefurðu einhvern tíman hugleitt það að kannski eru karlmenn í kringum þig almennt bara óöruggir með sjálfa sig ?
Það að fólk kalli þig ljóta beint framan í þig, er kannski ekki mjög fallegur hlutur, en vildirðu frekar að þetta fólk kallaði þig ljóta þegar þú værir ekki á staðnum ? nei, það er víst nóg til af þessu baktals liði, þannig að ég held að þetta sé nú skárri kosturinn…
Hvað er svo málið með það að karlmenn eigi að vera orðnir rosa þroskaðir og ábyrgðarfullir þegar þeir verða tvítugir… það er ekki neitt (NEITT) sem að segir að karlmenn verði eitthvað meira þroskaðri á tvítugs afmælinu sínu… að halda því fram finnst mér nú reyndar vera svoldið fáránlegt, þú afsakar að ég segi það.
“þegar strákar haga sér svona gerir það að verkum að maður fer ósjálfráttað þola ekki stráka og dæma þá alla eins, sem er svo mesta vitleysa sem maður getur gert……….!”
Þetta sem þú segir að fara ósjálfrátt að þola ekki stráka… Kjaftæði, Ef þeir myndu hætta þessu, myndirðu þá ekki bara verða fúl og spyrja af hverju þeir veiti þeir enga athygli lengur ? Hafa þeir kannski reynt að sýna þér jákvæða athygli? hrósað hárinu á þér eða eitthvað ? hver voru viðbrögðin við því ? Ég efast um að þú hafir tekið því alvarlega, hví ætti það þá að vera hvetjandi fyrir þá að halda áfram að hrósa ykkur ?
Lestu orðin. reyndu að skilja.
Friður.