Hvað er málið með karmenn nú til dags, það mætti halda að þeir þrífist á því að haga sér eins og þeir séu fimm ára ennþá, á leikskóla að toga í hárið á stelpunum bara til þess eins að fá athyglina sem þá vantar.
Ég er ekki alveg að fatta þetta því alltaf er talað eins og að um tvítugt eigi þeir að vera vaxnir upp úr þessu en svo virðist ekki,
Þeir halda áfram að gera grín að manni sérstaklega fyrir framan aðra kannski er þetta í eðli þeirra að gera kvenmönnum EKKI til geðs………..ég get hins vegar ekki alhæft þetta með að segja að allir karlmenn séu svona því ég veit að þeir eru það ekki allir en það er svona álíka jafn stór hluti og í leikskóla.
Ég mikið verið að pæla hvort þeir séu að þessu til að upphefja sjálfa sig eða hvað…..kalla mann ljóta með beinum orðum fyrir framan fullt af fólki, ekki það að maður sé eitthvað grenjandi yfir þessu öll kvöld þetta er bara svo skrýtið því aldrei datt mér í hug að þetta yrði ekki vaxið úr þeim um tvítugt.
Can anybody tell me something….?

Þegar strákar haga sér svona gerir það að verkum að maður fer ósjálfráttað þola ekki stráka og dæma þá alla eins, sem er svo mesta vitleysa sem maður getur gert……….!