Ég held ég hafi aldrei séð þetta orð, misskipting, áður en ég geri ráð fyrir að það merki að tekjur dreyfist ójafnt á þegna samfélagsins.
Persónulega finnst mér að þegar bilið á milli þeirra launaþegna sem eru hæst launaðir og þeirra sem eru lægst launaðir fer að nema einhverjum fjölda milljóna eða milljarða þá séum við komin í slæm mál.
Ég er hinsvegar enganvegin á því að allir eigi að vera með jafn há laun og að það megi ekki vera neinn munur á fólki að þessu leyti.
Mér finnst algjörlega að menntun, starfsreynsla og dugnaður megi renna beint í vasann á viðkomandi og einnig að erfiðisvinna og áhættustörf séu jafnvel pínulítið verðmeiri. Einfaldlega vegna þess að við viljum að þjóðin mennti sig, sé dugleg og við þurfum líka fólk í erfiðisvinnu.
Aftur á móti verðum við að vara okkur á stéttaskiptingunni.
Auðvitað er enginn að fara að útrýma stéttaskiptingu og kannski er það bara alls ekki eitthvað sem við viljum gera. Við munum alltaf vera ólík og við eigum að halda í einstaklingsmun okkar.
Málið er bara að ef bilið á milli yfir stéttar og undir stéttar verður of stórt hættum við i raun að vera eitt samfélag. Yfirstétt og undirstétt hætta að hafa sameiginlega hagsmuni og hætta að skilja hvora aðra. Ef það gerist hættum við í raun að vera þjóð eða samfélag.
Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni sem því fylgir, ef þetta fer að verða staðan verður auðveldara fyrir yfirstéttina, sem hefur völdin að öllum líkindum, að kúga undirstéttina. Það er mjög slæmt. Það myndi væntanlega orsaka byltingu fyrr eða síðar en þetta er engu að siður mjög slæmt fyrir þjóðina í heild. Hún klofnar og verður sambands og samhengislaus. Í stærri samfélögum getur verið að það hafi ekki svo mikil áhrif eða sé ekki eins slæmt, jafnvel minni líkur á að þetta gerist þar sem fólkið í hvorri stétt fyrir sig er svo mun, mun fleyra.
Við erum bara svo pínulítið land og ennþá minna þjóðfélag. Við þurfum svo mikið á hvoru öðru að halda.
Vandinn á íslandi er afturámóti einnig sá að við lokum svo mikið augunum fyrir fátækt á íslandi. Sannleikurinn er aftur á móti sá að hér á landi er fólk sem á ekkert, fólk sem býr við algjöra fátækt en það er aldrei talað um það. Stjórnvöld loka augunum fyrir þeirri staðreynd að hér er að myndast undirstétt sem hefur það of skítt.
Kv,
Aerie
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]