pyotr
Í því að stöðva hina ólögmætu árás.
Ég gerði mér grein fyrir því…
Þá spyr ég aftur: Í hverju er stöðvunin á árásini fólgin? Gefur þetta öryggisvopn frá sér vonda likt, eða hátíðnihljóð sem lappar kauðann niður? Eithvað hlýtur öryggsi tækið gera, annað en bera nafnið “öryggistæki”.
pyotr
En þar kemur fram þessi lög eigi einungis við almenning.
Að sjálfsögðu, og eru aðlar að nauðgunarmálum ekki flokkaðir sem hluti af almenningi?
pyotr
En 12.gr hegningarlaga getur heimilað notkun skotvopna, jafnvel ólöglegra, gegn ólöglegri árás.
Satt best að segja sé ég ekkert í 12. grein hegningarlaga sem heimila beina notkun skotvopna á aðrar manneskjur, en taka samt tillit til mannlegrar fljótfærni eða skelfingar. Að mínu viti eru þær klausur sem taka tillit til mannlega galla/eiginleika ekki blessun yfir því að gjörðin hafi verið réttmæt:
12. gr. Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til.
Hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, og ástæðan til þess er sú, að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín, skal honum ekki refsað.
http://www.humanrights.is/mannrettindi-og-island/sertaek-rettindi/rettlat-malsmedferd/almenn-hegningarlog/a)
“enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til.” þessi klausa segir til um að 12. grein er tekin gild svo lengi sem að sjálfsvörnin hafi ekki augljóslega borið meiri skaða af eða hættulegri en brot brotamannsinns (ávalt er erfitt að sanna að brotamaðurinn sé brotamaður fyrir tiltekinn glæp).
Ég tel að það séu algjörlega undantekningar, þegar augljóst eða borðliggjandi er að skotárás á mann, sé ekki meiri skaði en hugsanlegur/óunnin glæpur mannsinns. Sérstaklega í ljósi erfiðara aðstæðna þegar að kemur að vitnum eða dómgreind/arleysi (vímuefni, áfengi eða geðshræringar), deilu aðlana.
a2)
“Hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, og ástæðan til þess er sú, að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín, skal honum ekki refsað.”Ég tel þetta ekki sem blessun eða heimild yfir notkun skotvopna í deilu, heldur frekar ákveðið tillit til mannlegra eiginleika.
pyotr
Nei ég hef gert ráð fyrir aldursmörkum. Og í raun á ég heldur ekki við að þeir sem ekki eru sjálfráðir fái aðgang.
Hversvegna setur þú aldurstakmörkun á öryggisvopn (að þinni sögn), sem að almennur almenningur má samt nota í hvaða líkamlegu og eða andlegu ástandi sem er?
Er minni ógn af uppdópuðum geðsjúkling með skammbyssu, heldur en krakka með skammbyssu?
pyotr
Notkun ólöglegra vímuefna færi vissulega ekki saman við vopnaburð.
Ég get verið hjartanlega sammála um það. En ertu með einhverjar lausnir við að sporna við þessu?
pyotr
Ég reikna hinsvegar með því að fólk vilji ekki gera eitthvað af sér í óvitaskap og gangi ekki um vopnað undir áhrifum slíkra efna.
Ég reikna líka með að engin heilvita maður detti í huga að keyra ölvaður, á hættuni á því að hann/hún muni valda ursla eða í verstafalli lífshættu á sér og samborgurum sínum.
En samt sem áður er ölvunarakstur afar stór hluti af umferðarlagabrotum. Heldur þú að það megi minnka ölvunarakstur eða áhættu þáttinn við ölvunarakstur með því að lögleiða ölvunarakstur?
pyotr
Ellegar kynni einhver að vega það í sjálfsvörn enda væru flestir aðrir vopnaðir.
Einmitt og þessir flestir aðrir, með álíka góða dómgreind á föstudagskvöldi valsandi niðri í bæ á pöbbarölti?
Þú þekkir er það ekki, hvarnig múgæsingur, stimpingar og tilefnislausar árásir geta blossað upp vegna öllu og engu á góðu föstudags kvöldi niður í bæ? Af hverju ætti þetta umhverfi vera öruggara þegar við bætum skammbyssum inn í leikinn?
pyotr
Í þessu tilviki gæti fólk notast við vopnaða lífverði. Þ.e. svipað kerfi og fólk notar til að einhver sé fær um að aka bifreið.
Jújú, það væri hægt að leysa vandann með að stúlkur pannti sér sprenglærða lífverði, svo þær geti rölt í rólegheitunum niður í miðbæ, með tilheirandi kostnaði og fyrirhöfn…
En merkilegt að allar lausnir þínar byggjast á því að stelpugreyin beri að vígbúast með vörðum, vopnum, fyrirhöfn og kostnaði ella þær verða að fórnalömbum ofbelda.
Mig fyndist réttara að þjóðfélgaið beindi frekar spjótum sínum að gerendunum en ekki þolendunum með viðeigandi öryggisgæslu.