Enn einu sinni stormar Skuggi 85 á völl fram til varnar Commander sínum in Chief. Í thetta sinn hefur hann tekid á sig ad kveda nidur- í eitt sinn fyrir öll - ljótan ordróm og andstyggilegan um thjódarmord bandaríkjamanna í Írak. Tilefnid er skýrsla ein nýbirt sem frædir okkur um ad á sjöunda hundrad thúsunda Íraka hafa látid lífid á sídustu threm árum sem afleiding innrásar Bandarikjamanna og fylgissveina theirra í landid, og tharmed meira en tvöfaldad dánartídni thessarar thjódar.
Skuggi 85 frædir okkur um thad, ad dánartídni í thessu langhrjáda landi hafi í raun og veru LÆKKAD um helming á sídustu árum, sem afleiding thess ad bandaríkjamenn hafa steypt af stóli fyrrum besta vini theirra og forseta landsins, Saddam Hússein. Thad verdur reyndar ad taka fram ad Saddam thessi aldrei hefur verid talinn medal guds bestu barna. Hann var miskunnarlaus hardstjóri og sveifst einskis til ad halda í völd sín. Thegar hann var sem verstur slagadi hann uppí valdaklíku Saudi Arabíu - stjórn sem ekki alveg er ókunnug valdhöfum í Washington D.C. Illar tungur hafa jafnvel haldid thví fram ad hann nálgadist sjálfan Augusto Pinochet í hrottaskap - enn einn hardstjóri sem átti völd sín bandarískum Repúblikönum ad thakka.
Skuggi hefur einungis fyrirlitningu gagnvart skýrslu Bloomberg school of public health og heilbrigdisyfirvöldum Íraka. Hægri menn hafa jú sem kunnugt er “ veljid thad sem nota má og hendid öllu hinu” vidhorf til heimilda. Skuggi hefur mikid, mörgu sinnum alveg rosalega svaka betri heimildir undir höndum; hann getur nefnilega vitnad í - og haldid ykkur nú fast, krakkar - skýrslu framleidda af CIA ( !)sem “sannar” hid gagnstæda .Vid hin vitum náttúrulega ad thetta er svipad thví ad tjá sig um lífskjör í N-Kóreu med heimildum frá theirra stjórnar fjölmidlum, en thad fær íslenzki repúblikaninn ekki skilid.
Thetta minnir audvitad á thá stórfurdulegu manngerd; íslensku kanasleikjuna. Ég er hvorki sálfrædingur né gedlæknir, thannig ad ég get ekki tjád mig um mekanisma thá sem knýja slíkt fólk. Hvort thad hefur beinan eda óbeinan hagnad af hegdun sinni, eda hvort thad telur sig í raun og veru vera ad verja thad sem rétt er og gott, læt ég ósagt. Hinsvegar veit ég ad their sem ekki taka til máls gegn slíku, gera sig samseka og engu betri en eigendum bandarískra risafyrirtækja eins og Haliburton. Samsteypa thessi er löngu hætt ad telja gróda sinn af Íraksstrídinu í milljónum dollara, heldur telur nú í milljördum.
Thad hafa alltaf verid til nytsamir idjótar sem hlaupid hafa til varna glæpamönnum, eda einungis stadid adgerdalausir hjá, medan slíkir láta greipar sópa um audæfi annarra thjóda. Skrif Skugga um Írak og mid-austurlönd sanna hina gömlu sögu - ad feitum thrælum skortir aldrei röksemda til varnar herrum sínum og kaupendum.