Mér finnst það nokkuð fyndið, að þrátt fyrir að við búum í svokölluðu lýðræði.
Þ.e fólkið stjórnar, þá kallast þau sem kosin eru til þjónustu, t.d ráðherrar,
sem hljómar heldur eins og aðalsmannatitlar heldur en það sem þeir ættu frekar að endurspegla,
þjónustu við fólkið.
Hvernig stendur á að örfáir, stjórna öllu og setja lög næstum eftir hentisemi, ef ekki svo,
í lýðræðisríki? og ríki? ríkja yfir hverju? ríkisráð? ríkja yfir fólkinu?
bíddu? snýst lýðræði um að kjósa yfir sig drottnara?
höfum við leyfi til að kjósa hverjir ráðskast með okkur?
gleymum ekki að kosning er bara hálfasnaleg ráðning og fólk ráðið í vissan tíma.
við borgum þessu fólki fyrir að láta svona, þetta er ekkert annað, við borgum þeim fyrir forréttindin til að skipa okkur fyrir.
Ég held að við höfum flækst heldur betur frá því Alþingi sem við héldum að við hefðum.
Þetta er orðið heldur hlægilegt, ef ráðamenn í nágrannalöndum eru ekki sáttir við niðurstöðu kosninga, eins og t.d um inngöngu í evrópusambandið, er bara haldin áróður í sex mánuði og kosið aftur!
Í ástralíu eru sektir við að kjósa ekki, því fólk hreinlega hafði ekki áhuga á að kjósa lengur!
Mörg hér kalla landið sitt bananalýðveldi.
Og ég er hjartanlega sammála, þetta er ekki Lýðveldi.
Við höfum yfir okkur ríkisstjórn og ráðherrar drottna yfir landinu í skjóli peningamanna og svartklæddra varðhunda, getandi ráðskast með “lýðinn”, blessunarlega ennþá þó bara uppað vissu marki.
Þetta er nógu hlægilegt og fyndið til að spaugstofan (þegar hún er) og flestir grínistar, sækja endalausan mat í þetta pappaskrímsli.
En veistu, ég er samt reiður.
Þetta er nefnilega bara pappaskrímsli….