copy/paste úr mogganum:
Ellilífeyrisþegi á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot og sviptur ökuréttindum í fimm mánuði auk þess sem hann þarf að borga allan sakarkostnað, þ.m.t. 45.000 króna málsvarnarlaun verjanda síns.
Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði hins vegar í gær, að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla eftir tvö ár haldi maðurinn almennt skilorð.
Maðurinn, sem er á áttræðisaldri, var ákærður fyrir að hafa sl. vetur ekið bifreið norður Drottningarbraut á Akureyri og síðan beygt án nægilegrar aðgæslu vestur Þórunnarstræti í veg fyrir aðra bifreið sem ekið var suður Drottningarbraut, með fyrirhugaða aksturstefnu áfram þá götu, með þeim afleiðingum að árekstur varð með bifreiðunum.
Játaði maðurinn sök sína í málinu, en við áreksturinn hlaut ökumaður hinnar bifreiðarinnar það mikla áverka á brjóstkassa, maga og mjöðm, auk áverka á höfði, að hann lést á sjúkrahúsi skömmu síðar, en farþegi hans hlaut brot á vinstri upphandlegg og rifbeinsbrotnaði á vinstri síðu og hlaut maráverka víða um líkamann.
Ég ætla mér ekki að leggja neinn dóm á þetta tiltekna mál, enda búin að dæma í því.
En þetta finnst mér samt vekja upp þá spurningu um afhverju fólk þurfa ekki að endurtaka bílprófið þegar einhverjum vissum aldri er náð, við höfum flest öll heyrt tala um gamla kalla með hatta sem eru skelfilega hættulegir í umferðinni og það er því miður oft þannig að viðbrögðin hjá þessum mönnum eru oft orðin ansi slæm og þeir gera sér oft grein fyrir því og aka hægt og hægja því á allri umferð og skapa því hættu.
Fyrir utan þá staðreynd að umferðalögin breytast talsvert á einhverjum 50.árum.
Afi minn er t.d 76.ára og með bílpróf, eina sem hann þurfti að gera til að fá það endurnýjað var að standast augnskoðun, ég er persónulega skíthrædd í bíl með honum og hef miklar áhyggjur af honum í umferðinni, bæði að hann skaði sjálfan sig og aðra.
Auðvitað eru til menn á þessum aldri sem eru mjög góðir bílstjórar en þá væri bara lítið mál fyrir þá að taka prófið aftur og standast það, og við losnum við hina úr umferðinni.
Kv. EstHe
Kv. EstHer