Á maður að vera í sambandi þar sem maður elskar ekki maka sinn? Ef ég væri í sambandi þar sem mér liði hrikaleg illa andlega, en maki minn væri yfir sig ástfanginn og svifi í skýjunum af ánægjur, myndi fólk kalla það eigingirni ef ég myndi enda sambandið sökum þess hversu hrikaleg ill mér liði í því? Er munurinn á þessu og sjálfsmorði einhver annar en skalinn, þeas sjálfsmorðið er á stærri skala en sambandslitin.
Ef einhver fremur sjálfsmorð, þá kalla ég það ekki eigingirni.
Einstaklingur er haldinn verulegu þunglyndi, það miklu að sjálfsmorð er handan við hornið, enginn veit af þessum sjúkdómi fyrr en það er of seint. Fólkið hefði hugsanlega getað bjargað honum hefðu þau vitað það, en það er of seint. Er hægt að vera reiður/reið útí þennan einstakling fyrir vikið og kalla hann eigingjarnan?
Einstaklingur er haldinn verulegu þunglyndi og hans nánustu vita af því, hann fremur samt sjálfsmorð fjölskyldunni til mikils ama.
Er þessi eintaklingur eigingjarn að vilja losna úr því víti sem líf hans er eða á hann hugsanlega að halda áfram að lifa, þrátt fyrir að allar taugar í líkama hans segja honum að hann geti ekki lifað svona áfram. Hverjum er það að kenna? Fjölskyldunni, vinunum, lækninum? Honum sjálfum?
Er hægt að varpa ábyrgðinni yfir á fjölskylduna? Sennilega ekki. Ábyrgðin er í hans höndum og sama með líf hans. Þú átt þitt líf, og hvað sem lögin segja þá hefur þú rétt til að enda það þegar þú vilt. Fjölskyldan þín og þínir nánustu munu líða hrikalega fyrir vikið á meðan þú færð hvíld.
Einstaklingur lifir við svo slæm skilyrði (einelti, kynferðisleg misnotkun….) að lífið sjálft er ein stór martröð sem manneskjan vill einfaldlega vakna uppúr. Er hann(hún) eigingjarn af því að hans eina undankomuleið (í augum hans) er þessi?
Af hverju er fólk að líta á sjálfsmorð sem svo eigingjarnan hlut þegar flest allt sem við gerum gengur útá okkur sjálf, hvort sem þú ert að gera einhverjum öðrum gott eða þér sjálfum. Hversu oft gerið þið einhverjum greiða án þess að manneskjan viti hvað þú hafir gert fyrir hana? Þú hjálpar einhverjum, þú “ætlast” til þess að manneskjan verði þakklát, ef hún verður það ekki þá verðurðu frekar fúll. Þú hrósar einhverjum og manneskjunni líkar betur við þig fyrir vikið.
Hversu marga óeigingjarna hluti hefur þú gert í dag eða gær?
Ég hef lengi velt einu fyrir mér með sjálfsmorð, ef ég ætlaði að fremja sjálfsmorð þá myndi ég fyrst fara út og gera hvað sem ég vildi gera við hvern sem ég vildi gera það við áður en ég myndi drepa mig.
Er eitthvað sem þú hefur aldrei þorað að gera? Eflaust. Af hverju gerir fólk sem fremur sjálfsmorð ekki eitthvað slíkt áður en það deyr? Ég myndi gera það.
En hvað veit ég um hvernig hugsunin væri hjá mér ef ég væri orðinn fær um að fremja sjálfsmorð? Ég veit amk að ég myndi eflaust ekki horfa á það sömu augum og þeir sem kalla hina látnu eigingjarna.