Töluverð umræða hefur verið hér á vefnum um það hvort að það sé rétt eða rangt af forsvarsmönnum S1 að betla peninga, ég ætla ekki að leggja annað til málanna en það hefur verið gaman að fylgjast með ríkustu betlurum á Íslandi (Eigendum S1) ef ekki heimsinns alls.
Það sem þér þykir merkilegra við þessa framkvæmd er það að forsvarsmenn S1 völdu að ráðast S2, af hverju? Þeir gátu valið um margar íslenskar sjónvarpsrásir. Er það af því að S2 er með hæstu áskriftargjöldin og þar af leiðinni gætu þeir betlað meiri pening. Af hverju beindu þeir ekki skotunum að Rúv? Það er pakki sem er alveg ótrúlegur. Ef að þú ákveður að kaupa þér sjónvarp þá ertu skildaður til að borga af sjónvarpsstöð (Rúv).
Það kemur forráðamönnum S1 ekkert við ef að einhvejum dettur í hug að eyða peningunum sínum í áskrift af sjónvarpsrás (það kemur mér heldur ekkert við er einhver hefur manndóm í sér að betla), þeir hefðu frekar átt að biðla til ríkisinns um að allir sjónvarpseigendur væru skildaðir til að borga rúmlega þrjúþúsund kall til S1, líkt og gert er fyrir Rúv.
Hér á rásinni hefur verið talað mikið um hvað S1 hefur gert fyrir sjónvarpsmenninguna, það er mikið til í því S1 er snilldar stöð en við meigum ekki gleyma hvað tilkoma S2 gerði fyrir okkur sem höfum gaman að sjónvarpi.
Í mínum huga klúðruðu S1 menn annars góðri hugmynd með að ráðst á einn aðila sem á allt eins mikla samúð með þjóðinni og þeir, það segi ég vegna þess að ég mundi frekar borga fyrir S2 og Sýn (Íþróttir) heldur en að hafa Skjá 1 frítt, þ.a.e.s. ef ég ætti að velja.