Það er eitt af mínum vandamálum.. að koma hlutunum skýrt frá mér..
en hérna er umræða um sama málefni á öðru áhugamáli :)
http://www.hugi.is/heimspeki/greinar.php?grein_id=28879Mig langaði til þess að opna hérna umræðu um dálítið sem ég er að búa til í mínum frístundum, En það er góðgerðarsjóður. (eða ég held að það muni verða góðgerðarsjóður, sama hvað það verður svo í lokinn !!!)
Hugmyndin:
ég hef tekið eftir því í kringum mig að alskonar mis-gæfusamt fólk svo og mjög gæfusamt fólk á við alskonar foríðarvandarmál. sem eiga als ekkert heima í því lífi sem þau eru að reyna að lifa, eða því lífi sem þau gæti lifað. Stundum vatar ekki mikið til, til þess að greyða úr helstu hindrununum á vegi lífsinns og leifa fólki að halda áframm að lifa, eða að lifa aftur.
Ég er ekki búinn að byggja hugmyndina og er þessvegna að búa til þennan póst, svo að ég geti hleipt öðrum hugmyndum að, og skapa umræðu, Því annars verður þetta mónósterílskt einsog ég hafi romsað útúr mér einhverjum sannleyka svona altíeinu.
Þetta er samt ekki eingöngu mín hugmynd, það er (hvað á ég að segja), næstum því heilt samfélag sem er að myndast utanum þetta, og ef að unnin er góð undirvinna með heimspekina þá ætti þetta allt að virka.
Við erum að tala um alvöru líf alvöru fólks þannig að ég vill hafa þetta allt vel ígrundað og vel uppsett. Þá getur þetta leitt af sér meiri hamingju, starfsgetu og hagsæld.. (það er ekki margt meirta hægt að biðja um í veraldlega heiminum), ég sé líka fyrir mér að ef þetta er gert illa þá endar þetta strax.
Núna sé ég fyrir mér mynd, og ég ætla að nota hana í líkingu til þess að útskýa þá tilfinningu sem ég hef fyrir þessu verkefni. en myndin er spil dauðanns út tarrot spilastokkunum, maðurinn með ljáfinn, sá sem endar eitt og hefur annað, maðurinn sem tekur líf og gefur. (en þetta er kanski fullsterk líking og á kanski ekki alveg við. lol)
Síðast þegar ég talaði um þetta þá fanst mér einsog að hálf miljón hefði lofað sér í sjóðinn. En fyrst verður víst að búa hann til.. bæði hugmyndalega og skrásetningalega..
Það sem égvil biðja þig um (lesandi góður) er að svara þessum pósti, með hugsunum þínum, annað hvort eða bæði, hvað þér fynst um efnið, eisog ég er búinn að útskýra það, (tilfinning) og svo líka hvernig þér fynst að þetta ætti að vera, hvernig hugmyndir ætti að nota og hvaða aðferð eða leið ætti að fara (hugsun)
Ég mun útskíra betur hvað þessi sjóður er um leið og ég veit það, og láta hingað fréttir af því sem er að gerast í þessu verkefni.
p.s. ef þú veist um einhvern annan stað þar sem ég ætti að geta fengið góða umræðu um þetta efni, endilega láttu mig vita og ég mun setja greyn þar inn líka. :) takk..
Hicksites - Gefðu þitt álit á þessari grein
hmm
krilli þann 2. október - 13:59
það er gott að vera góður
en
ég skil samt ekki hvað þú ert að fara
Re: hmm
Hicksites þann 2. október - 14:56
ég skal reyna að skyra mig.
En segjum sem svo, (ef ég reyni að taka dæmi) Að þú eigir gott líf einhverstaðar og svo kemur eitthvað uppá og þú vilt hefja nýtt líf, en það eru einhverjar hindranir. Eða að þú hefur þegar hafið nýtt líf og það eru einhverjar hindranir. Og þig vantar hjálp við að komast yfir þær.
Segjum svo að þú kynnist þessum félagskap.. sjóði.. eða hvað sem þetta mun verða.. og sækir um hálp, biður um hjálp. (því ég er ekkert hrifinn sjálfur að því að neiða hluti uppá aðra, veit samt ekki hvernig hlutirnir þróast)
Og þegar þú ert búinn að biðja, þá er málið þitt tekið til umfjöllunar, og það athugað hvort að þessi beiðni séi þér til góðs og séu í takt við tilganginn (þá er ég að tala um tilgang félagsinns, sjóðsinns), Þá er hjálpin útfærð þannig að hún nýtist sem best og hún veitt eftir getu. samt aldrey meira en eftir getu félagsinns, sjóðsinns, (geri ég ráð fyrir) Þannig að ég held að sjóðurinn myndi bara reyna að hjálpa þeim sem væri hægt að hjálpa og aðeins þeim sem hann getur hjálpað.
sjálfur er ég svo mikill kapítalisti (þó ég egi ekkert kapital þannig séð) að mér fynst skynsamlegt að hjápa fyrst þeim sem eru ódýrari.
Tilgangurinn er mjög sértækur, enda held ég að til þess að ná markmiði þarf það að vera vel skylgreint.. það er ekki bara hægt að hlaupa af stað og vona að maður komist eitthvert (auðvitað endar maður einhverstaðar) en samt ekkert endilega þar sem maður vill sjálfur vera.
Það sem mig vantar er betru útfærsla á því sem þessar hugmyndir fjalla um, og aðrar hugmyndir, hugmyndir annara. Hugmyndir sem gera þetta að “solid dæmi”.
Ég vona að þið afsakið stafsetninguna, og stílinn. Hicksites
kokos þann 2. október - 19:10
Mér finnst þetta falleg hugmynd ;)
Kókos
NuJack þann 2. október - 19:45
Þetta er svosem gott og blessað.
Ef fólki er frjálst að gefa það sem það vill í sjóðinn og hefur trú á honum og fólki sem vantar penginga frjálst að gera það sem það vill við peningana þá er þetta náttúrulega bara bezta mál.
Ég efast þó um að þetta gangi upp. Fólk er of eigingjarnt til þess að svona sjóðir nái að útdeila sinni sjálfskipuðu sanngirni…af sanngirni.
Ég bendi á nýlegan fréttamat, konu úr breiðholtinu sem sveik peninga út úr góðhjörtuðum mönnum.
Friður
falleg hugmynd
hmm þann 2. október - 20:46
Ég er sammála því að hún gengur ekki upp ef það á að fara að blanda peningum í málið. Fólk myndi misnota það. En samtök þar sem fólk gæti hist með vandamál sín og hjálpast að við að leysa þau gæti hjálpað mörgum(svipað og AA samtökin).
Re: falleg hugmynd
NuJack þann 3. október - 02:13
Jamm, en eitt af lykilatriðunum í AA er að þar eru engir peningar í spilinu…fyrir utan kaffikaupin og húsaleiguna. Það er enginn sjóður til styrktar einu eða neinu.
krizzi þann 3. október - 09:46
Mér fynst þessi hugmynd stinka langt í burtu…
Ég veit ekki alveg af hverju en!
Þessi “doing good things” hljómar eins og “friður 2000”. Concept sem allir með mikin pening og lítið vit kaupa! Ég hef þannig séð ekkert á móti hugmyndinn, en hún er alt of stór og kanski of tilgangslaus! Ef ég skil þetta rétt þá er þetta “project” fyrrir einhverja leiða skrifstofu menn sem vilja skilja ofbeldisfulla konu og grenjandi krakka eftir heima og flytja til Himalaya til þess að verða fjalla guide! Leiðréttu mig ef ég hef fengið einhverjar vitlausar hugmyndir! Það væri auðvitað gott ef þú gætir fengið þetta upp og keyra. En… ég veit ekki… kanski er heimurinn ekki tilbúinn í að gera svona goody-things!
Mín skoðun á þessu er að það þarf og mikin pening til að starta þessu upp, og auðvitað með miklum peningi á stuttum tíma kemur:
A: spilling
B: mikil áhætta
C: Mikið álag á þig sem stjórnanda
Samt þannig séð sæt hugmyn… en ekki gera þér of mikklar vonir!
Hicksites þann 3. október - 10:53
Mig langar ekki til að vera Friður 2000. þar eru loforð sem er verið að selja. stór loforð sem er ómögulegt að standa við. Persónulega er mér illa við að lofa nokkrum sköpuðum hlut. Og ég þekki sjálfur nokkra sem Segja þá sögu að Friður 2000 hafi farið mjög illa með sig og hlunnfarið þá. svikið og prettað. (en það eru ekki mínar sögur því ég forðaðist þá einsog heitann eldinn á sínum tíma)
Mitt hlutverik er einfalt núna, ég er að safna upplýsingum um hvernig er hægt að gera hlutina. og mér líst best á að stofna félag um það að stofna sjálfseignarfélag, jafnvel.. en ég er ekki alveg viss hvernig það virkar ennþá.
Ég var að spá í að reyna að ná tali af Sigurði Pétri Harðarsyni. Því hann stóð fyrir stórri sofnun fyrir nokkrum árum.. og hefur þessvegna reynslu af hlutunum. (sjálfur gaf ég ekkert í þá söfnun lol)
(AA-líkir sjálfshjálparhópar henta mjög vel mjög mörgum. og ég efast ekki um gildi þeirra fyrir fólk. Þeir hafa jafnvel jafn mikið gildi fyrir suma og hugmyndin um guð hefur fyrir suma aðra. Enda þarf maður að samþyggja tilvist eða hafa hugmynd um einhverskonar almætti..
- Ef já.. þá komið inn annars farið út !! eða hvað?
En þetta er offtrack !)
gmaria þann 4. október - 01:22
Kæri Hicksites.
Ég skil þig ósköp vel þína hugmynd og þinn tilgang í þessu efni. Spurningin er að nokkru leyti sú hve tilbúnir eru þeir einstaklingar til þess að leggja sitt af mörkum við stjórnun einhvers slíks verkefnis þar sem “ hugsjónaeldurinn ” er að miklu leyti horfinn og fáir telja sig þess umkomna að leggja mikið af mörkum án þess að fá peninga fyrir í nútima samfélagi. Mín reynsla er sú að ef þú ert tilbúin/n til þess að gefa eitthvað af vinnu þinni til þjónustu við gott málefni þá kannt þú að uppskera ánægju yfir betrumbótum, EN það er ekki víst að allir séu tilbúnir að láta sér það nægja og deilur og erjur eru fyrst á dagskrá þegar peningar eru annars vegar, eins og hér hefur verið bent á.
Fyrst er að vinna “ hugsjóninni ” brautargengi, svo má óska eftir peningum til þess arna.
Það kann að þýða ólaunaða vinnu í langan tíma.
Hicksites þann 4. október - 09:59
sjálfur hef ég þá von og rtú að “hugsjónaeldurinn” séi ekki horfinn, en setningin “… að uppskera ánægju yfir betrumbótum” ég er ekki alveg viss með þessar betrumbætur, hvort að það séi nauðsínlegur fógus fyrir sjálboðaliðann.
Hugsjónin er ekkert ný þannig séð, þetta er kanski bara útfærsla á gömlum hugmyndum,
- Ég stjórna ekki peningunum, en það eru peningar að koma inn sem eru eyrnamerktir þessu málefni þannig séð og það þarf að setja þá einhverstaðar, það er grunnurinn að minni vinnu hérna,
Ég var að tala við vinkonu mína, sem er eginlega upphafið að þessu öllu, um nafn á sjóðinn, þaðlýsir kanski bara mínum hugarheimi, en mér datt í hug að nota manninn með ljáinn (spil dauðanns út tarrot) sem grunndvöll fyrir þeirri vinnu að finna nafnið, Vegna þeirrar merkingar sem það spil hefur. Og mér fynst það vera smá húmor í því.
Hicksites þann 4. október - 10:03
Mér datt í hug að spirja hvara grunnheimspekihugtök liggja að baki þessu sem ég er að hugsa.. ég veit að það er allavega einhver, en ef ég gæti einfaldlega tengt þessar hugsanir saman í tré, þá er mun auðveldara að draga þetta allt í efa og finna veiku hliðarnar, Og líka væri þá mun auðvaldara að byggja upp einskonar hugmyndafræði refferensa á þetta :)
krizzi þann 4. október - 12:01
Persónulega fynst mér að það er erfit að tengja heimspeki við þessa hugmynd. En þar sem alt fellur undir heimspeki þá er ekki hægt að segja að enginn heimspeki er í þessari hugmynd. Meira kanski félagslegt og hafiðru kanski átt að setja þetta á “Deigluna” hér á huganum. Veiku hliðarnar á þessu hugmynd þinni eru þær (eftir mínu áliti) að þú treystir þér fyri alt of flóknum spurningum. Hver á að fá peningana, og líka annað sem ég hef ekki fattað, hvernig færðu peningana! Það kemur líka spurning um það hvort þetta sem þú ert að gera hefur aðeins eða jafn jafn jákvæð áhrif eins og þú heldur. Það kemstu kanski ekki að fyrir en of seint. Það er áhætta í þessu, ekki aðeins efahagsleg heldur líka siðfræðileg!
Hicksites þann 4. október - 12:20
Krizzi
Já ég ætti kanski að pósta þetta á degluna :)
Og þú hitir naglann á höfuðið, og það er einmitt þessvegna sem ég er að hefa þessa umræðu. Ég treisti mér einum nefnilega ekki fyrir flóknu spurningunum, ég vill fá álit annara og hugsanir annara í þá umræðu um flóknu spurningarnar sem er að skapast, Það væri líka ágætt að átta sig á hverjar spurningarnar eru þannig að maður geti einbeitt sér að þeim og notað þær.
Sjálfur hef ég ekki vald yfir því sem er að gerst í þessum efnum, en ég hef áhrif. Ég get talað fyrir því að þetta verði ekki sett upp svona eða hinsegin og ég get talað með örðum kostum.
já og takk fyrir að skrifa inn :)