Nú er gaman að vera Austfirðingur Manni hlýnar um hjartarætur sem Austfirðingi þega maður horfir á myndir NFS frá því í morgun þegar “tappinn” var settur í Kárahnjúkastíflu.

Þetta eru merk tímamót og Kárahnjúkavirkjun ásamt álverinu á Reyðarfirði munu eiga stórann og mikinn þátt í því að viðhalda byggð á Austurlandi, um ókomna tíð, og umræður um að starfsmenn álversins verði að mestu leyti erlendir eru ekki á nokkrum rökum reistar.

Eftir því sem mér skilst var í enduðum ágúst búið að ganga frá ráðningu ríflega 100 starfsmanna og mér skilst að þar á meðal séu undir 10 erlendir starfsmenn.

Svo mun þessi uppbygging hafa í för með sér hækkun þjónustustigsins á Austurlandi og því samfara er augljóslega fjölgun starfa í hinum ýmsum þjónustugeirum.

Svæðið á Kárahnjúkum mun án efa til framtíðar litið verða einn vinsælasti ferðamannastaður á Íslandi og mun trúlega fá mikla athygli sem eitt stórfenglegasta mannvirki í Evrópu og eftir 10-15 ár verður litið á þetta sem eitt stærsta framfaraskref sem Íslendingar hafa nokkurn tíman stigið.


Meðfylgjandi mynd tekin af http://www.karahnjukar.is