Við að lesa þennan þráð held ég að ekki einn einasti aðili hérna hafi haft fyrir því að kynna sér hvað þetta mál snýst um.
Byrjum á því sem allt snýst um. PENINGAR.
Hvar á peningurinn að koma? Ég las hérna fyrir ofan
* Það væri tildæmis hægt að nota fjármagnið sem ríkið hefur fengið fyrir hraðakstur sektir, til þess að fjármagna þennan búnað í til dæmis nýja bíla. Þá eru það gerendur sem borga fyrir það, en ekki þeir sem ekkert hafa gert.
Þetta er mjög kjánaleg setning, og eru tvö rök fyrir því.
1. Peningurinn sem kemur í gegnum sektir er ekki nærri því nóg til að gera þetta, kemst ekki einu sinni nálægt því.
2. Peningurinn sem fer í sektir fer til sýslumanns/lögreglunanr ef ég man rétt, ef sá peningurinn er tekinn af þeim þurfa þeir að fá pening frá ríkinu sem þýðir að kostnaður er kominn á skattborgara.
Einfaldar tölur. 200þúsund bílar á Íslandi eða þar í kring, og þetta er fyrir utan mótórhjól og þess háttar. Segjum að eitt stykki svona búnaður sé mjög ódýr, segjum 10þúsund. Þá erum við að tala um 2.000.000.000 íslenskar krónur sem bara búnaðurinn kostar. Peningur vex ekki á trjánum. Svo er náttúrulega eftirlitið.
Nú í dag er til að mynda hægt að svindla á díselbílum og taka litaðaolíu (vinnuvélaolía sem er laus við vegaskatta). En samt sem áður er lítið um að fólk sé að stunda þess starfsemi, hugsanlega vegna þess að fólk metur tilgangin ekki nægan til að eiga hættu á miklum viðulögum við slíks verknaðar.
Það er gert, það er staðreynd, einu sem gera þetta ekki er fólkið sem trúir á samfélagið og vill ekki vera að svindla. Ástæðan fyrir því? Er ekki nægt eftirlit, líkurnar á því að þú sért tekin í tékk eru svo sáralitlar að það er hreinilega hlægilegt. Og síðan þegar þú ert tekin eru viðurlögin lítil sem engin, svo þó þú ert tekinn fyrir þetta og þarft að borga sekt borgar sig samt að gera þetta fjárhagslega.
Samt fer hellingur af peningum í eftirlit á díselbílum. Ímynduð ykkur hve mikill peningur færi í að taka hvern og einn einasta bíl á Íslandi í tékk útaf þessu, og það er mun meira mál að tékka á svona heldur en að kíkja á olíuna og sjá hvort hún er glær eða lituð.
Svo er að koma núna ný kappakstursbraut við Grindavík, ökugerði við Akranes og nú þegar höfum við Rallýkross brautina og Kvartmíluna. Eiga þá hraðatakmarkarnar ennþá að vera gildar? Akstur er líka gaman og þess vegna er verið að byggja brautirnar, til að taka kappakstur af götunum. Þetta gerir útaf við þetta allt og ofsaakstur er aftur kominn og í enn meira magni inní borgina. Fólk keyrir hratt til að fá rush, ef þú getur ekki verið á 160 í Ártúnsbrekkunni ferðu í einhverja götu sem er með aðeins fleirri beygjur og þolir minni hraða og keyrir á 130 þar. Er það ekki bara mun hættulegra?
Svo er talað um að aftengja búnaðinn, ekki hafa áhyggjur, ríkið er með lausn á því. GSM kort og GPS senda í hvern svona búnað, ef þú fiktar í búnaðnum þá fá þeir SMS sent og löggan kemur þar sem bíllinn er og þú í klípu. En er það svo gott, GPS sendir í hverjum bíl sem lögreglan getur miðað niður. Hægt að vita hvar hver einasti bíll er á landinu hvenær sem er og þá líklega eigendur bílana líka. Stóri bróðir anyone?
Nú skal ég útskýra smá hvernig þetta kerfi virkar svona svo þið skiljið næstu tvo punkta hjá mér.
Hann tengist ekki aksturstölvu bílsins eða blöndungnum á neinn hátt heldur hreinlega vírnum frá bensíngjöfinni í spíssana. Ef GPS sendirinn í bílnum mælir þig kominn á segjum 130 (ef búnaðurinn verður stilltur á þá tölu) þá hreinlega er klippt á bensínið. Svo þú getur ekki einu sinni verið nálægt hraðanum, ef þú rekst óvart upp í smástund þá bara hrynurðu niður um fleirri kílómetra og þarft að ná ferð aftur. Það finnst mér nú vera hættulegt útaf fyrir sig. Kannski bíll fyrir aftan þig sem á ekkert von á þessu.
Um daginn fór ég í það verkefni að skipta um heddpakkningu í bílnum mínum og þurfti því að rífa allt úr sambandi, meðal annars bensínspíssana og svo vírinn frá bensíngjöfinni. Þarna hefði ég þurft að fjarlægja þennan búnað líka, hefði ég þá átt von á lögreglunni heim til mín með blá blikkandi ljós komin til að handtaka mig? Eða má ég bara ekki gera við bílinn minn lengur, verð ég að fara með hann á “viðurkennt” verkstæði sem hefur heimild til að fikta í búnaðnum og hagar verðskrá sinni í samræmi við það.
Hérna er ég eiginlega bara búinn að telja upp ókostina við búnaðinn sjálfur og ætla að koma smá inná peningana aftur. 21 dauðaslys á árinu, 2 má rekja til gáleysis þeirra sem létust, hestamaðurinn sem varð fyrir bíl á suðurlandsveginum og gamla konan sem vissi ekki hvar hún væri og labbaði útá götu. 3-6 til ofsaksturs og þá eru 13-16 slys eftir sem hægt er að kenna lélegu vegakerfi um eða lélegri umferðamenningu. Af hverju ekki frekar að reyna að laga það?
Núna í vor sat ég á vorfundi Reykjanesumdæmis Vegagerðarinnar þar sem var verið að fara yfir slysatölur á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesinu og því svæði öllu. Þarna voru kannski svokölluð “heit” svæði þar sem fjöldinn allur af bílslysum var á hverju ári, einhver dauðaslys, þessi svæði mátti laga fyrir undir hundrað þúsund króna. Skilti sem varar við hættulegri beygju sem er upplýst og því vel áberandi eða eitthvað þess háttar. Væri nú ekki gáfulegt að nota peninginn frekar í það?
Fólk sem vill aftengja búnaðinn mun finna leið, það er staðreynd. Svona GPS/GSM búnaður mun ekki hindra það, mun bara gera hinn almenna borgara pirraðan sem er að reyna að halda bílnum sínum í gangi.
Einnig vil ég hvetja fólk til að lesa umræðuna sem hefur myndast á Live2Cruize spjallborðinu
Æi vá, ég gleymdi einu, punktinum sem hræðir mig mest af öllu. Til er búnaður sem skráir niður nákvæmlega hvar þú ert, hvenær þú ert þar og hve hratt þú ert að fara. Með þessum búnaði væri hægt að rekja öll brot á hraða á Íslandi og myndirðu bara fá gíróseðil heim til þín í lok hvers mánaðar, sekt fyrir hvert einasta umferðarbrot sem þú hefur framið. Í dag er ekki pólítískur vilji til að gera þetta, en ef hraðatakmarkar verða að veruleika, hvað veit maður, kannski væri það næsta skrefið.