Ég fór að pæla, af hverju má auglýsa heilsíðuauglýsingar í Fréttablaðinu t.d.?
Er ekki hægt að nota skotvopn sem morðvopn á miklu auðvaldar hátt en hnífa. Ég man ekki eftir að hafa sé auglýsingar um veiðihnífa í blöðum landsins. Er ekki miklu auðveldara að drepa mann í æðiskasti með haglabyssu en hníf. Maður veit aldrei.
Á Íslandi eru allskonar skotvopnalög sem reynt er að fylgja og Ísland sker sig úr öðrum löndum með því að leifa ekki birtingu auglýsinga sem innihalda tóbak og önnur vímuefni.
Með því að leifa það að auglýsa byssur eru Íslendingar að verða eins og nágranar okkar í vestri, þar sem sjálfvirkur riffil er sjálfsagður hlutur, að vísu meira inn í landi en við ströndina, en það er ekki málið.
Auglýsingar á tóbaki og áfengi var örugglega sett á til að vernda æsku þessa lands. Það er kannski ekki hægt að segja að með því að auglýsa byssur vilji allir níu ára strákar eignast byssu en það er örugglega til. En það sem ég er að reyna að segja er að það er ekkert réttlætanlegt við það að auglýsa morðvopn í blöðum. Af hverju á ekki að banna bíla? Því bílinn var ekki hugsaður og hannaður sem morð vopn en byssan var það. Eins og mjög margar uppfinningar samtímans, þá urðu mestu framfarir mannskins í stríði til að við gætum kálað hvort öðru.
Ég vil vita hvort það sé rétt að auglýsa morðvopn. Og ég vil ekki fá eitthvað kjaftæði um að menn þurfa þetta til að veiða. Að veiða er bara annað orð yfir að drepa.
Ég mun ekki láta kúa mig af fíflum heimsins. Og ég veit að ég stafset ekki vel.