Skjár einn safnar fyrir sjálfan sig! Það hefur ekki farið framhjá mörgum að í 2 ár höfum við haft ókeypis sjónvarp á Íslandi.

Dagskráin hefur verið misjöfn og hafa menn á þeirri stöð verið tilbúnir að henda þáttum sem ekki standa sig og prófa eitthvað nýtt. Ég veit ekki með aðra en ég hef virkilega notið þess að hafa sjónvarpsstöð sem á er horfandi með snilldarþáttum eins og Survivor 1 & 2, Malcom in the Middle, SNL, Djúpu lauginni, CSI, The Practice, Law and order, Leno og Conan svo fátt eitt sé nefnt.

Nú var ég að lesa svör við greininni sem skrifuð var hér á Deigluna í gær þar sem fram kemur að fólk vill ekki gefa 4290 kr því að stjornendur Skjás eins lifa svo hátt. Dettur engum í hug að þeir eiga aðrar eignir en bara Skjá einn. Þeir eiga Hellisbúann og réttinn á að sýna hann á öllum norðurlöndum. Þeir félagar eiga líka Prikið, þessar eigur myndur fyllilega duga til að halda þeim félögum uppi. Þetta eru hugsjónamenn sem fara af stað með mjög stórt markmið. ÓKEYPIS SJÓNVARP Á ÍSLANDI!!! Það hefur gengið eftir í 2 ár. Efnahagsástandið á Íslandi og í heiminum öllum hefur haft þau áhrif að auglýsendur eru farnir að halda að sér höndum. Tekjur stöðvarinnar eru ekki eins og best verður á kosið og því biðja þessir ungu menn þig um að styrkja þá um því sem nemur 357,5 kr á mánuði eða 4290 kr fyrir árið.

Ég veit ekki um ykkur en ekki þykir það hátt gjald fyrir þá skemmtun sem að í staðin kemur. Það þurfa eflaust mörg þúsund íslendingar að greiða þeim til að þessi söfnun hafi einhver áhrif. Ég skora á ykkur öll sem horft hafið á Skjá einn að íhuga hvort að það hafi ekki verið þess virði að borga sem jafngildir 178,75 kr fyrir hvern mánuð sem stöðin hefur verið starfandi. Það er um að gera að styrkja þessa stöð því að hinir valmöguleikarnir eru ekkert sérstaklega spennandi. RUV rukkar mann í hverjum mánuði hvort sem að þér líkar betur eða verr. Stöð 2, Sýn, Bíórásin og allt það dótarí þarftu að borga fyrir til að geta metið hvort að þetta sé eitthvað sem að þú hefur áhuga á. Ef að þið viljið einungis hafa sjónvarp á Íslandi sem greiða þarf fyrir endilega ekki gefa krónu í söfnun Skjás eins. En ef að þú hefur áhuga á að halda stöðinni gangandi þá er flott þó að þú gefir aðeins 1000 kall því að ég efast ekki um það að allir peningar eru vel þegnir.

Heimasíða söfnunarinnar er <A HREF="http://www.s1.is/">http://www.s1.is/</A> endilega kíktu þangað og gefðu það sem þú getur, það ætla ég að gera.

Later…

Xavier@hugi.is

P.S. Ég ætla að segja upp Stöð 2 í mánuð til að geta borgað Skjá einum. Skora á aðra að gera slíkt hið sama.