Góðan daginn, erum við að tapa lýðræðinu okkar? Mín skoðun er sú að síðustu mánuðina hafa ákvarðanir núkjörinna fulltrúa verið byggðar minna og minna á vilja þjóðarinnar. Það kom nokkuð skýrt fram á skoðannakönnun Gallúps um dagin að þónokkur fjöldi landsmanna deilir þessari skoðun með mér. Ég er á því að í ljósi þessara skoðannakönnunar sé eitthvað alvarlegt að. Ég veit að það er erfitt að gera öllum til geðs en ef við lítum til baka má sjá að það er ekki einu sinni reynt.
Fyrst þurfum við að spyrja okkur, hvað er lýðræði? Við erum jú öll sammála um að landinu er stjórnað með lýðræðislegum hætti, nánar tiltekið fulltrúalýðræði.
Smkv. hinni íslensku Wikipediu er lýðræði vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Ég túlka þetta sem að hinn almenni borgari hafi rétt á að mynda sér skoðun á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins og ríkisvaldinu ber að virða þessa skoðun þegar kemur að ákvörðunum. Síðustu misseri held ég að ríkisvaldið hafi virt þessar skoðanir almennings að vettugi.
Nú fyrir stuttu ákvað ríkisvaldið að fjölmiðlar í núverandi mynd væru hættulegir þjóðarviljanum svo þeir ákváðu að hefta frelsi þeirra. Ég veit að þessi setning hljómar eins og ég sé að ásaka ríkisvaldið um fasistalíkan hugsunarhátt, en því miður er þetta hverju orði sannara. Í alvöru lýðræði hefði þessi setning hljóðað: „Nú fyrir stuttu komst ríkisvaldið að því að fjölmiðlar í núverandi mynd séu hættulegir og lagði til að hefta frelsi þeirra.“ Það er bara ekki satt því ríkisvaldið ákvað að fjölmiðlarnir ættu sök á ólýðræðislegum hugsunarhætti landans án þess að færa rök fyrir einu né neinu. Það ákvað síðan að samþyggja frumvarp sem það hafði ákveðið að myndi laga vandan. Frumvarpið var síðan samþykkt í óþökk þjóðarinnar og að lokum sannaði Óli Grís að fullveldið er hið sanna stjórnarfar með því að banna ríkisvaldinu að gera svona lagað nema spyrja þjóðina fyrst með kosningum. Þrátt fyrir að hafa gert það sem þurfti að gera í þágu lýðræðisins var Óli harðlega gagnrýndur af hálfu ríkisvaldsins rétt áður en ríkisvaldið ákvað að sleppa því að láta þjóðina ráða örlög þessa fjölmiðlafrumvarps. Ríkisvaldið vildi koma í veg fyrir að forseti lýðveldisins hefði þetta ósvífna vald að leyfa þjóðinni að ráða og hefur lagt til stjórnarskrábreytingu. Sú breyting að afnema málsotsrétt forsetans fer nú fyrir stjórnarskránefnd og mun ábyggilega verða kosið um samhliða næstu alþingiskosningum.
En það kunna allir þessa sögu um fjölmiðlafrumvapið orðið utanaf. Það óumdeilanlega víðamesta dæmið um ólýðræðislegt framferði ríkisvaldsins en langt frá því að vera það eina né það stærsta.
Samkvæmt könnunum vill landinn ekki vera á lista hinna staðföstu þjóða um inrásina í Írak, tæplega einn og hálfur af hverjum tíu Íslendingur er hlyntur því að vera á þessum lista. Óháð siðferði og öllu því er það því hálfgerð lýðræðisleg skylda ríkisvaldins að taka okkur burt af þessum lista þar sem 84% er jú meirihlutinn. Að því ógleymdu að sú ákvörðun að setja okkur inn á þennan lista fór ekki einu sinni fyrir alþingi og þar af leiðandi ekki einu sinni í anda fulltrúalýðræðisins. Munum líka að 60-80% þjóðarinnar voru andvíg sölu Símans ásamt grunnfjarskiptakerfinu. Samt fór salan fram án þess að þjóðin hefði nokkuð að segja.
Til að lýðræði virki er málfrelsi nauðsinlegt, öllu heldur er tjáningafrelsi skilyrði fyrir lýðræði. Samt hefur það tvisvar komið fyrir með stuttu millibili að tjáningafrelsið er hunsað, núna fyrir skömmu var tjaldbúðum mótmælenda lokað við kárahnjúka. Ríkisvaldið var orðið þreytt á að hlusta á mótmæli. Og eru allir búnir að gleyma fárið í kring um Falun Gong, þar sem ríkisvaldið vildi innleiða slík mannréttindi sem þekkist í Kína og ákvað að þau friðsömu mótmæli sem þessi hópur er þekktur fyrir væri á einhvern hátt skaðleg fyrir þjóðina.
Og kárahnjúkavirkjun. Ótrúlegt hvað ríkisvaldið hefur sloppið vel þar. Nú sleppi ég öllu siðferði sem umræða um þessa stíflu fylgir og fer beint í dagin sem hún var samþykkt á þingi.
Á þessu þingi var lagt fram ein tillaga áður en frumvarpið um Kárhnjúka var samþykkt. Þessi tillaga var að setja frumvarpið um Kárhnjúka til almennra kosninga. Tillagan var felld. Þjóðin mátti ekki ráða því hvort hún vildi drekja sínu landi eða ekki. Það var ríkisvaldsins að ákveða.
Fulltrúalýðræði gengur út á að velja fólk sem tekur ákvarðaninar fyrir sig. Þannig séð er ekkert ranglátt með neitt ofantalið, nema að fulltrúalúðræði er ekkert nema ein gerð lýðræðis og lýðræði er stjórnarfar þar sem ákvarðanir grundvallast af vilja þjóðarinnar.
Látum okkur nú sjá, hvað er Haldór Ásgrímsson frægastur fyrir á sínum stjórnmálaferli? Kárahnjúka? Kvótakerfið? Eða var það kannski innrásin í Írak? Hvað sem því líður þá þurfti flokknum hans að ganga illa svo að hann myndi segja af sér. Skítt með allt kvótabrask en ljóst er að ríkistjórnin er uppfull af eiginhagsmunapólitík. Flokkurinn fyrst, svo þjóðin. Gleymum því ekki að Jón Sigurðsson situr ókosinn í ríkistjórn þessa lands.
Skyldir linkar.
http://www.img.is/main/view.jsp?branch=525296&e342RecordID=3564&e342DataStoreID=514959
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1220292
http://www.vg.is/default.asp?a_id=1415