Ég vil bara þakka öllum þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkin í borgarstjórn nú í vor. Frábært!
Ekki nóg með það að þeir byrji á þvi að kljúfa allskonar ráð og nefndir svo að þeir geti starfað í sem flestum nefndum og fengið meira borgað fyrir vikið! Nei þeir og stjórn Strætó ákváðu að sleppa því að fara á 10 mín fresti í vetur!
Þrátt fyrir að í fyrsta skipti í sögu strætó hafi fjölgað farþegum í vetur þegar svona tíðar ferðir áttu sér stað er búið að ákveða að spara peninga almmenings og taka þetta út af dagsskrá!
Því miður finnst mér það ekki góð stefna og ég er mjög þreyttur á þessum rökum að “það tekur enginn strætó hvort sem er.”
Afhverju ætli það stafi að fáir notið þessa frábæru samgönguleið hér og afhverju erum við svona langt á eftir öllum öðrum í þessum málaflokki?
Jú, nýju breytingarnar voru ekki fullkomnar en þetta voru breytingar og ég held að ef strætó verður ekki lagður niður á næstu 4 árum sé hægt að fara í það hvað má laga. En það verður víst að spara svo að ekki get ég séð fram á að eitthvað breytist. Nú kostar 250 krónur í strætó eina leið og skiptimiðinn gildir í eina klst. það er alveg frábært fyrirkomulag. Hvetur alla til að taka strætó farm og til baka í sendiferðum sínum. Jú það eru afsláttarkort en fyrir þá sem kannski vilja bara hoppa í strætó og fara á flakk getur það ævintýri endað í ja kannski 2000 krónum. (amk 1000 ef þú ætlar að vera í meira en klt á hverjum stað)
Ekki hefur ríkisstjórn landsins hvatt almenning til að nota strætó og fyrir þessa minnugu þá voru það sjálfstæðismenn sem stóðu á baki félagsskapar sem hét eitthvað á þann veginn Vinir einkabílsins! Maður bara finnur fyrir hvað það er verið að ýta manni í það að taka strætó.
Auðvitað veit ég að það kostar mikið að reka strætó og það er búið að vera erfitt bæði fyrir þá verandi borgarstjórn og ríkisstjórn landsins. En er það bara vitleysa í mér að ef að við myndum öll leggjast á eitt, stjórnmálamenn og almenningur og myndum ræða þessi mál fara í hlýtar þess hvernig væri best að fara að þessu, myndi það ekki spara okkur peninga í framtíðinn? Myndi það ekki hjálpa okkur að halda þessu hreina og tæra lofti, myndi það ekki minnka alla þá eyðslu okkar sem fer í bíla, trygginar og auðvitað bensín sem kostar bara 130 krónur “cirkabout”?
Ég er ekki að segja að allir sjálfstæðismenn og allir framsóknarmenn séu á móti strætó en greinilegt að mikið af þeim sjá bara engann tilgang með strætóferðum.
Getum við ekki skólafólk og aðrir sem viljum taka strætó aðeins ýtt við stjórn strætó og mótmælt? Safnað undirskriftum eins og þegar Dv birti greinina um “meintann barnaníðing”?