Fólk hefur skoðanir á pólitík, kárahnjúkum, umhverfismálum, fótbolta, trúmálum, mat, tónlist, kvikmyndum.. og svona mætti lengi telja.
Margar skoðanir eru bara álitamál, eða smekksatriði, sem hver og einn má alveg eiga útaf fyrir sig og ætti ekki að skipta okkur hin nokkru máli.
Það nýjasta nýtt með skoðanir eru svona þættir í sjónvarpinu, þarsem áhorfandinn fær að mynda sér skoðun á því sem fram fer í þættinum. Getur þá áhorfandinn skeggrætt við félaga sína og haft miklar skoðanir á öllu, verið sammála eða ósammála dómnefnd eða fjöldakosningu.
Þarna er t.d. verið að hafa skoðun á því hvaða söngvari sé betri en hinn, nú eða hvort að þessi eða hinn kunni að dansa, eða þá að áhorfandinn getur t.d. haft skoðun á því hvaða uppfinning er best, eða hver sé leiðinlegastur og ætti að senda heim, eða hver sé flottasta súpermódelið.. svona mætti líka lengi telja.
Sumir virðast bara nú orðið hafa skoðun á öllu, þótt þeir viti kanski bara ekkert um viðkomandi málefni. Þeir vita bara að þeir hafa skoðun á þessu og að sú skoðun er fyrir þeim mjög dýrmæt.
Sumir eru jafnvel tilbúnir að rífast fyrir skoðanir sem þeir vita að eru kanski ekki svo vel ígrundaðar.
Sem dæmi: þá hafa nú ekki margir vit á söng. Það eru langt því frá allir sem hafa lært söng, eða einusinni verið í kór. Samt hafa allir skoðun á því hver sé besti söngvarinn. Á hverju fólk byggir mat sitt, er ekki gott að segja, en það er amk. gaman að ræða um þetta fram og til baka.
Stundum er gaman að hafa bara enga skoðun og leyfa öðrum að njóta sín. Sérstaklega finnst mér þetta eiga við þegar skoðanirnar skipta í raun engu máli.
Reyndar skipta skoðanir oftast bara alls engu máli. Skoðanir hafa aldrei breytt neinu. Ég hef oft orðið vitni að því að fólk heldur að skoðanir þeirra eigi eftir að hafa áhrif, en svo kemur bara í ljós að það eru allir búnir mynda sér sína eigin skoðun og er bara alveg sama hvað öllum hinum finnst.
Gott dæmi um þetta eru fjöldamótmæli. Reynið að hugsa upp hversu mörg mótmæli hafa haft áhrif á skoðanir t.d. stjórnarmanna.. Enda slík mótmæli ekki oftast með því að lögreglan kemur á staðinn og handtekur þá sem eru með sterkustu skoðanirnar ? Stjórnarmenn sitja síðan enn fastar á sínu máli.
Annað gott dæmi: Skoðana-kannanir ? Hversu oft hafið þið breytt um skoðun eftir að hafa séð skoðana könnun ?
Já, það má með sanni segja að skoðanir geri bara ekki djakk-sjitt!
Samt er fólk tilbúið til að deyja, drepa eða stofna lífi fjölda fólks í hættu fyrir þetta.
Sumir segja að trú valdi stríði, ég segi að skoðanir valdi stríði!
Skoðanir? Hver þarf þær eginlega ?
Elskum friðinn og hættum að hafa skoðanir á öllu!!
“Humility is not thinking less of yourself,