Ég er þeirra skoðunar að þekking og skilningur skili okkur nær lausnum á vandamálum en áróður og vanþekking. Í stað þess að benda fingrinum á einn aðila og segja að hann sé vondur langar mig að fræða lesendur um sögu Ísraels og nágrannaríkja þeirra.
Ef við byrjum á byrjuninni 1947 – 1949 stríðis sem kallað er war of liberation en það stóð frá lok nóvember 1947 til júlí 1949.
Stríðið byrjaði daginn sem Ísrael er formelag stofnað eða varð formelga til oft miðað við lok breska tímans á svæðinu. En þann dag réðust Palstínu-arabar á Ísrael með óbeinum stuðningi arabaríkja í kring. 14 maí 1948 hófu svo Egyptar sprengjuárásir á Tel aviv úr lofti. Herir fimm nágranna ríkja Ísraels réðust síðan á þá en það voru Líbanon, Sýrland, Írak, Jórdanía og Egyptaland. Þetta stríð stóð í 13 mánuði og endaði með Armistice sáttmálanum en þar var samið um landamæri m.a. við Egyptaland og stjórn á vestur bakkanum. Ísraelar höfðu í þessu stríð stækkað ríki sitt um þriðjung en gáfu unnið landsvæði til baka.
Frá samþykki Armistice sáttmálans til 1956 var lítið um stríð en arabalöndinn í hófu þá efnahagsþvinganir á Ísrael og var m.a. bannað að versla með vörur frá þeim og selja þeim. Á þessum árum var líka Fedayeen stofnað en það voru hryðjuverkasamtök
sem drápu hátt í 1500 ísraela og særðu vel á anna tug á sex ára tímabili frá 1950 til 1956. Samtökin voru stutt af Egyptum og Sýrlendingum auk þess er talið að Írakar hafi stutt þau einig en það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það. 1956 gera svo Ísraelar árás inn á Sinai skagan á búðir Fedayeen og gera það í skjóli átaka Breta og Frakka við Egyptaland (Deilan um súesskurðin). Árásin hefur oft verið nefnd operation Kadesh og tók 8 daga. Fedayeen hreyfingin var nánast upprætt á þeim tíma og eftir saminga sem gerðir voru milli Ísraels og Egyptaland um alþjóðlegt herlið á Sinai skaganum fjara samtökin nánast út.
Frá 1956 til 1967 var lítið um stríð á svæðinu en Sýrlendingar stunduðu þó að sökkva einstaka fiskibátum á Kinneret og urðu einstaka minniháttar átök milli Ísraela og Sýrlendinga á þessum tíma.
1964 var ákveðið á ráðstefnu arabaríkjannaí í Cairo að beina upptökum Jórdan árinnar í aðra átt til að skemma fyrir vatnsnýtingu Ísraela. Þetta er talið vera upphafið af spennunni sem leiddi til 6 daga stríðsins.
1965 stofna svo ríkin í kringum Ísrael með Sýrland í fararbrodi Palestinian Liberation Organization, PLO, og hryðjuverkaarm þeirra al-Fath. Spennan milli Ísraels og Sýrland auk þrýsting frá Egyptalandi og annar ágreiningsmála leiða svo að 6 daga srtíðinum 1967.
Sex daga stríðið
Egyptar, sýrlendingar, Jórdanir, Lebanon, S.Arabía og Irak hóta eyðingu Ísraels og senda herlið að landamærum Ísraels. Egyptar senda 270.000 hermenn 1400 skriðdreka og 550 þotur, Sýrland færði 65.000 hermenn og 550 skriðdreka og brynbíla að landamærum Ísraels auk notuðust þeir við 120 herþotur. Jórdan 55.000 hermenn 300 skriðdreka og 40 þotur, Líbanon 12.000 hermenn um 130 brynbíla og 35 þotur, Saudi Arabía 50.000 hermenn um 100 skriðdreka og 40 þotur og Írak sendi gegnum Jórdaníu að landamærunum 75.000 hermenn 630 skriðdreka og 200 þotur. Markmið þessa hers var eins og Nasser orðaði það var að útrýma Ísrael með því að fæla þá alla í sjóinn. Egyptar hröktu alþjóðalið UN frá Sinai skaganum og fóru alla leið að landamærum Ísraels. Ísraelar ákveða að ráðast á herlið arabaríkjanna að fyrra bragði og tók þá 6 daga að sigra þá.
Það tók Ísraela 4 daga að hertaka allan Sinai skagan af Egyptum auk þess tóku þeir gasasvæðið, Gólanhæðirnar, vesturbakkan og fleirri svæði. Ólíkt fyrri átökum hörfuðu Ísraelar ekki til baka að armistice línunni sem samið var um 1949 heldur héldu þeir þessu svæði til 1973.
1969-1970 verður svo stríð sem kallað er war of attrition en þá taldi Nasser egypta ekki lengur bundna af samkomulaginu sem komið var á fót eftir sexdaga stríðið og gerðu egyptar loftárásir á Bar Lev línuna en það var varnarlína Ísraela við Egyptaland. Ísraelar svörðu í sömu mynt og var samið um frið í ágúst 1970 en það var gert eftir umfangsmiklar árásir Ísraela á flugher Egypta.
1973 ráðsta Egyptar og Sýrlendingar inn í Ísrael og koma þeim að óvörum og ná nokuð langt inn á yfirráðasvæði Ísraela.
Á norður vígstöðvunum ná Sýrlendingar tangarhaldi á Gólanhæðunum og á suðurvígstöðvunum komast Egyptar ansi langt inn á Sinai skagan.
Ísraelar ná að snúa vörn í sókn á báðum vígstöðvum og komast allt að 40 kilómetara að Damascus og á suðurvígstöðvunum hertaka þeir Egypska hlutan af súesskurðinum og komast í allt að 100 km frjarlægð að Cairo áður en samið var um frið. Í þeim samningum ná Ísraelar og Egyptar samkomulagi sem stendur enn í dag enda gáfu Ísraelar eftir Sinai-skagan.
1982 ráðast Ísraela á inn í Líbanon til að stöðva PLO líkt og þeir eru að gera í dag. PLO samtökin stunduðu hryðjuverk aðalega frá Jórdaníu en jórdanir upprættu samtökin hjá sér og fluttust þau því til Líbanon þar sem þau fengu að stunda hryðjuverk óáreitt þangað til 1982. Framhaldið ættu menn að vita ef þeir fylgjast með fréttum.
Afstaða araba á svæðinu:
Allt frá falli ottómansríkisins hefur niðurlæging araba verið töluverð og í raun má segja að hnignunarskeið þeirra byrji miklu fyrr. Vesturlönd taka bæði efnahagslega, menningarleg, tæknilega og hernaðarlega fram úr arabaríkjunum um miðja 17. öld. Ekki bætir úr skák að landamæri ríkja í miðausturlöndum er að miklu leiti komin af teikniborði nýlenduþjóðanna. Afskipti og vesturlanda af svæðinu allt frá falli Ottómansríkisins og fram á okkar daga á líka einhvern þátt í því sem kalla mætti niðurlægingu þeirra. Stofnun Ísraels var enn eitt dæmi um máttleysi araba gegn vesturlöndum. Nú er þetta auðvitað ekki algid rök eða eina ástæða vandamála á svæðinu en hefur eflaust eitthvað að segja. Spurningin er þessi réttlætir þetta hryðjuverk eða bara ofbeldi yfir höfðu? Mitt svar er nei.
Líbanon:
Verður til eftir fall Ottómanríkisnin og skiptu Bretar of Frakkar svæðinu á milli sín. Bretar lögðu áhersu á svæði við sem veiti þeim hernaðarlegan aðgang að súesskurðinum en Frakka dreymdi um franskt menningarsvæði (franskar mellur og vín, nei ég segi svona). Frakkar fá yfiráð yfir Líbanon og er þá stærsti hluti landsins kristinn og hlutu þeir því flest embætti í stjórnkerfi landsins. Eftir tíma frakka verður borgarastyrjöld í Líbanon sökum ójafnra skiptingar við stjórn landsins en þá voru múslimar orðnir fleirri. Í dag er eða var Líbanon á mikilli uppleið og hagsæld nokkur í landinu og mikil bjartsýni ríkti því veldur stríð Ísraela við hezbollah miklum vonbrigðum. Vandamál Líbana var að hryðjuverkasamtök voru með ríki inn í ríkinu. Þrátt fyrir ágætis samskitpi við Ísrael gat Líbanon ekki stöðvað árásir hezbollah og því vaknar sú spurning var annað í stöðunni fyrir Ísrael en að ráðast inn? Er ekki skylda hvers ríkis að verja borgara sína? Ég vona að deilan leysist sem fyrst því hagsæld og uppgangur eru bestu vopnin gegn hryðjuverkamönnum sem reiða á fátækt fólk sem á sér enga aðra von í sjálfsmorðsárásir sínar.
Vinnsamlegast ekki svara greininni nema lesa hana. Já og vinnsamlegast skiljið fordóma og áróður við útidyrnar það er nóg af honum nú þegar á þessarir síðu.