Hallo Hugarar.
Þetta vesen í kringum Ísrael og öll umræðan um það hér á huga og reyndar í íslenskum fjölmiðlum vekur furðu mina. Sé umræða fjölmiðlana skoðuð, skin í gegn hvernig fjölmiðlar reyna að gera Ísrael að vonada aðilanum. Það er reyndar stundum minnst á að á þá hafi verið ráðist, en þeir eru samt svo vondir að vera sprengja allt upp.
Hvað áttu þeir að gera? Láta Hezbollah einfaldlega sprengja sig í tætlur? Eftir að Ísraelsmenn fóru frá Lebanon árið 2000 minnir mig, til að hafa frið og gefa Líbönum séns á að byggja sig upp, hafa Hezbollah byggt sig upp með aðstoð allavega Sýrlendinga og Írana. Eitt af grundvallar skilyrðum fyrir brottför þeirra var að Hezbollah væru leyst upp. Ekki bara skilmáli Ísraelsmanna, líka Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.
Tvennt hefur gerst, annaðhvort hafa Líbanir ekki getað, eða ekki viljað leysa upp Hezbollah. Líklegra er að þeir hafi ekki getað það, meðal annars vegna þrýstings frá Irönum og Sýrlendingum. Það sem menn tala ekki mikid um er hvers vegan voru Hezbollah að ráðast á Ísrael til að byrja með? Svarið er tiltölulega einfalt, þeir vilja hleypa öllu upp í hasar og draga Bandaríkin inn í málið. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera, enda eru þeir með mikla og góða áróðursmaskínu gangandi meðal annars með sjónvarpsstöðinni Manar, sem þeir reka, sem hefur þann tilgang að vinna stuðning við hryðjuverk og skapa meiri óvild gegn vestrænum gildum.
Mín spurning er þessi, hvar eru íslenskir fjölmiðlar? Af hverju eru þeir ekki að ræða þessi mál á heilbigðum nótum. Hvað með ykkur Hugarar, hver er ykkar skoðun á þessu máli?
Þessi umræða blandast óhjákvæmilega umræðunni um samskipti Palestínumanna og Ísraela, þar sem enn og aftur eru Ísraelsmenn vondi aðilinn. Eitt af þeim atriðum sem mest er talað um í því sambandi er hið fræga fjöldamorð í borginni Jenin sem er iðulega notað sem sönnun um grimmd og illsku Ísraelsmanna. En þegar allt kom til alls var ekkert fjöldamorð, og tiltölulega fáir létust þar.
Svo kemur umræðan um að Bandaríkin geti stöðvað þessi átök milli Hezbollah og Ísraels og reddað málum milli Ísraela og Palestínumanna. En samkvæmt stefnu Bandaríkjamanna ætti að vera Palestínskt ríki við hlið Ísraels. Þannig að ég spyr aftur, hvers vegna er það ekki orðið að veruleika.
Chosan