
Naji al-'Ali var óhræddur við að gagnrýna og hæða, ekki aðeins stjórnvöld í Ísrael heldur einnig Bandaríkin sem studdi Ísraelsríki og stjórnvöld í Mið-Austurlöndum. Þó er vonin ekki langt undan í verkum hans. Þrátt fyrir frægð og vinsældir aflaði hann sér margra óvina og hatursherferð óx gegn honum. Hann var skotinn í höfuðið í London árið 1987. Ekki er ljóst hver bar ábyrgð á dauða hans. Myndirnar lifa hins vegar áfram.
Ég vissi fyrst af al-‘Ali í gegn um bókina I Saw Ramallah eftir palestínska ljóðskáldið Mourid Bharghouti, en hann fjallar um kynni sín af Al-‘Ali í bókinni. Ég hef ekki lesið bókina ennþá, en gluggað í hana hér og þar. Hún lofar góðu. Í bókinni segir Bharghouti að með daglegum myndum sínum hafi al-‘Ali komið heimsmynd betur til skila en nokkur stjórnálaskýrandi hafi nokkurn tíma gert og taldi hann hugrakkasta listamann í sögu Palestínu.
Ég varpa hlekkjum á þrjár síður, fyrsta er til heiðurs honum, önnur er umfjöllun á wikipedia og þriðja hefur að geyma safn af myndum eftir hann. Margar eru “þöglar” en sumar hafa texta á arabísku. Því miður kann ég ekki arabísku og sá sem póstaði þeim hafði ekki fyrir því að birta neina þýðingu. En jafnvel á þeim myndum sem hafa texta sem maður skilur ekki, nær maður oftast inntaki myndarinnar. Ég leyfi því myndunum að tala sínu máli.
http://www.sphrconcordia.org/naji/index.html
http://www.sphrconcordia.org/naji/copp/index.php
http://en.wikipedia.org/wiki/Naji_Salim_al-Ali