Sæl öll,
Ég er ekki búinn að kíkja við hérna í rúmlega viku en langar að vekja athygli aftur (eins og Tezla reyndi hér um daginn) að efnahagslegum afleiðingum árásanna á Bandaríkin. Ég er staddur í London núna og hér snúast allar fréttir um árásirnar á WTC og Pentagon í síðustu viku og afleiðingar þeirra..
Auðvitað eru fréttirnar um her BNA mest áberandi en ég er ekki að vekja athygli á þeim. Hér í Bretlandi er mest verið að tala um uppsagnir 5000 manns hjá Virgin flugfélaginu, 7000 manns sagt upp hjá British Airways, 25% vaxtalækkun hjá Breska Seðlabankanum - þar sem vextir hafa ekki verið lægri síðan rétt eftir seinni heimstyrjöld núna.. Mikið er rætt um hvort Evrópski Seðlabankinn sé að gera nóg til þess að tryggja stöguleika í efnahagskerfinu. Flestir þykjast sjá fram á kreppu. Á Wall Street vilja allir selja eftir að Alan Greenspan talaði um stutta efnahagskreppu í kjölfar árásanna. Dow Jones, Nasdaq og composite Standard & Poor's 500 vísitölurnar féllu allar talsvert.
Á Íslandi hefur Atlanta þegar tapað 120.000.000 vegna árásanna. Á EINNI VIKU!! Það er bara spurning um hvenær þeir fara að minnka umsvif sín og segja upp störfum.. Flugleiðir hljóta einnig að finna fyrir þessu og spurning hvort stefni ekki í uppsagnir hjá þeim…
Samdrættir að þessu tagi vinda upp á sig. Ég spái því að á næstu mánuðum munu mörg fyrirtæki þurfa að herða sultarólina, minnka útgjöld, endurskipulegja rekstur og jafnvel segja upp starfsfólki.
Eða hvað?