Sæl aftur Pelopa. Ég sagðist ekki ætla að leggja meira til þessa máls, en þar sem þú svaraðir mér nokkuð málefnanlega (eða gerðir allavega heiðarlega tilraun til þess) þá ætla ég að leggja aftur orð í belg.
Tilvitnun:
Af hverju á kona að kæra mann fyrir nauðgun ef að hún á svo eftir að lifa það sem eftir er að lífi sínu í ótta við að eftir þennan stutta tíma sem hann situr inni eigi hann eftir að leita hana uppi og nauðga henni aftrur eða drepa eða ógna börnum hennar? Ísland er bara ekki stærra en það að þetta er mjög einfald!
Svo er fólk að fusa og sveia yfir því að konur kæri ekki nauðganir! þetta er bara fokking rugl!
Svar mitt var í fullkomnu samhengi við það sem hún sagði:
Meira rugl í þér myndi ég segja. Fólki er veitt vernd ef það telur sig þurfa á henni að halda, nálgunarbann og annað álíka. Þetta er ein fáránlegasta “ekki röksemd” sem ég hef heyrt í þessu samhengi.
Þitt svar var kannski í samhengi, en hinsvegar var það einfaldlega rangt. Fólki er
alls ekki veitt vernd svo einfaldlega, hvað þá bara ef það telur sig þurfa á henni að halda. Að fá einhverskonar vernd, hvað þá nálgunarbann, er gífurlega erfitt að fá í gegn og nær ómögulegt hér á landi. Þetta veit ég fyrir víst. Eins og ég sagði í fyrri pósti mínum; ef þú telur að þetta sé rangt hjá mér skalltu kynna þér málið.
Tilvitnun:
Af hverju á kona að kæra mann fyrir nauðgun ef að hún á svo eftir að lifa það sem eftir er að lífi sínu í ótta við að eftir þennan stutta tíma sem hann situr inni
Já, þetta er fullyrðing í mínum augum.
Síðan reynir þú að láta líta út fyrir að svarið sem ég gaf henni fyrst hafi ekki átt við það komment sem ég var að svara.
Já, það getur kannski verið að þetta sé fullyrðing í þínum augum, en það gerir það ekki svo. Til að sýna fram á það skalltu skoða fyrstu orðin tvö í setningunni sem eru:
Af hverju. Þessi tvö litlu orð gera þetta að spurningu. Ladybird er greinilega þarna að spurja afhverju ætti fólk að standa í þessu ef fólk þarf að hafa áhyggjur sífellt og endalaust eftir að hinn sakborni sleppur út að lokinni fangelsisvist (sem er varla neinn tími hér á landi í langflestum tilfellum) þar sem nálgunarbann og/eða vernd er nærri því óaðgengileg.
Tilvitnun:
já lentu í þessu sjálfur og segðu þá að þessar áhyggjur séu asnalegar.
…nei ég hélt ekki.
Ég sagði aldrei neitt að þessar áhyggjur væru asnalegar, einfaldlega það að það er til staðar vernd handa þeim sem hennar óska og þetta var einmitt ekki fullnægjandi röksemd hjá henni. Þó svo að fórnarlambið lifi í sumum tilvikum í ótta um það að árásarmaðurinn komi og elti sig uppi þá er það engin röksemd fyrir því að ekki ætti að kæra í málum sem slíkum. Þú hlýtur að sjá það. Það eitt og sér var það sem ég var að setja út á hjá henni til að byrja með. Hún hefði átt að gera betur grein fyrir meiningu sinni í fyrsta svarinu hefði ég ekki átt að svara henni á þann hátt sem ég gerði.
Þótt þú nefnir aldrei orðið “asnalegt” ertu greinilega að gera lítið úr áhygjum Ladybird með viðkomandi svari, því hennar áhyggjur snérust greinilega um það hversu erfitt það væri að fá vernd og/eða nálgunarbann,
sem það er. Þó svo að fórnarlambið lifi í sumum tilvikum í ótta um það að árásarmaðurinn komi og elti sig uppi þá er það engin röksemd fyrir því að ekki ætti að kæra í málum sem slíkum.
Þrátt fyrir að ég hafi eytt nærri því mestu púðri í síðasta svari mínu að gera þér grein fyrir að Ladybird sagði: "
þegar stelpu er nauðgað þá á hún að sjálfsögðu að kæra" þá virðist það ekki ennþá hafa komist inn hjá þér sbr. ofanverðu svari þínu. Vonandi er það komið á hreint hér eftir samt.
Hún hefði átt að gera betur grein fyrir meiningu sinni í fyrsta svarinu hefði ég ekki átt að svara henni á þann hátt sem ég gerði.
Ég átti alls ekki erfitt með að sjá “meiningu hennar” út úr fyrri svörum hennar, en það er kannski vegna þess að ég las þau rólega og afslappað í gegn og hugsaði um þau áður en ég skrifaði?
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hugsunarferlið þitt því að hér segiru:
Hérna gerir hún augljóslega ráð fyrir því að hafa undir höndum meiri upplýsingar um þessi mál heldur en sá sem hún talar við sem eru mistök vegna þess að hún hefur einmitt enga hugmynd um það.
Þú sagðir þetta útfrá því sem Ladybird skrifaði, og þú feitletraðir til þess að nota það sem sönnun máls þíns:
1.
þú veist heldur ekki í hverju ég hef lent vinan2.
þú hefur ekki hugmynd um hversu vel ég hef fengið að kynnast þessu öllu.Ég skil ekki alveg hvernig þú lest út úr þessum tveim setningum hennar að hún sé að segjast hafa undir höndum meiri upplýsingar en sá sem hún talar við, s.s. þú. Hér var hún greinilega að benda til þess að hún hefði lent í reynslu sem þú hefur ekki hugmynd um, og þar af leiðandi getir þú ekki staðhæft neitt um hennar persónulegu reynslu og/eða alhæft neitt um hvernig svona málum er háttað í hverju og einu tilfelli (sem er nákvæmlega það sem þú gerir; í þú
staðhæfir í fyrsta svari þínu eins og sést hérna fyrir neðan að fólk geti fengið verndun/nálgunarbann ef það óskar eftir því, sem er alls ekki rétt hjá þér).
Fólki er veitt vernd ef það telur sig þurfa á henni að halda
.
———————————————-
Tilvitnun:
Ég skil ekki af hverju í andskotanum þú ert að tala svona harkalega til mín þar sem að þú hefur ekki hugmynd um hversu vel ég hef fengið að kynnast þessu öllu.
Hugsa áður en þú svarar takk fyrir.
Og hvað þetta varðar þá endurtek ég, persónulegar reynslur koma málefnalegri umræðu nákvæmlega ekkert við vegna þess einfaldlega að sú reynsla er dæmi, það geta verið mörg slík eins en eins og er þá talar fólk út frá staðreyndum ekki einni og einni reynslu þessara eða hinna.
Hún gerði eitt í þessari umræðu sem er afar lágkúrulegt og sýnir að hún veit jafnvel minna en hún ætti að gera ef hún ætlar sér að fara að ræða um þessi mál.
Og það er einmitt það að hún talar út frá eigin reynslu, miðar allt út frá því og tekur því sem persónulegri árás frá mér þegar ég svara henni og bendi henni á eitthvað sem hún hafði ekki gert fullkomlega grein fyrirm og það er einmitt fólk sem ég tek lítt mark á.
Hér fyrir ofan segiru að hún tali útfrá eigin reynslu. Það getur vel verið að hún hafi lent í einhverju sem styður undir hennar afstöðu í þessu máli, en ég sé hana hvergi nota eigin reynslu sem dæmi í þessari umræðu; hvað þá sem staðreynd.
Og svona til að sína enn og aftur fram á hvað þú virðist lesa ílla eða grípa ílla hvað fólk virkilega meinar þá er hér einn eitt dæmið um það:
Enn og aftur hvort er meira virði, að kæra glæpamenn eða þá að láta þá eiga sig?
Ég persónulega ætla ekki að taka það að mér að upplýsa fólk um það hversu mikilvægt það er þrátt fyrir að fólk óttist um öryggi sitt en það er engu að síður nógu ljóst, þykir mér.
Hversu oft þurfum við að fara yfir það að Ladybird sagði strax í síðara svari sínu að
auðvitað eiga stúlkur að kæra nauðganir. Afhverju kemst það ekki inn og afhverju helduru áfram að tönglast á að það sé ekki hennar meining þegar hún hefur hefur lagt það fram svo greinilega niður á blað?
Persónulega finnst mér mjög ljóst að hennar meining hafi verið að þrátt fyrir að stúlkur eigi auðvitað að kæra nauðganir, þá geti það oft verið fyrir lítið þar sem skelfinging, óttinn og vanlíðanin sem fylgdi nauðguninni sé langt frá því á enda í mjög mörgum tilfellum eftir að dómur hefur fallið, þrátt fyrir að þessi dómur lýsi yfir fullri sekt hjá þeim er kærður var.
Eigum við ekki bara að spurja Ladybird hvort það sé ekki rétt túlkun hjá mér, því mér og eflaust flestum öðrum (þar sem þú varst sú eina sem settir eitthvað útá þessar áhyggjur hennar; og hugarar láta nú vanalega ekki standa á sér í málum þegar þeim misslíkar eitthvað) fannst þessar áhyggjur hennar koma mjög skýrt fram í orðum hennar.
Ég viðurkenni það fullkomlega að ég lagði það ekki á mig að lesa allan part þriðja svarsins hennar sem byrjaði svona: já nákvænlega. þú veist heldur ekki í hverju ég hef lent vinan….
Ef ofangreind feitletruð setning er of harkaleg eða “kaldhæðin” fyrir þig (eða í raun hvað sem er annað sem þú gast lesið úr henni) til þess að lesa þann texta af svari sem kemur eftir henni með fullri athylgi, þá legg ég til að þú haldir þig algjörlega frá eins viðkvæmum málefnum eins og hér er til umræðu. Þú harðlega gagnrýndir áhyggjur stúlku á eins viðkvæmu málefni eins og nauðgunum, og svo geturu ekki veitt svari hennar fulla athylgi af því að hún byrjar svar sitt til þín á eins “tempraðri” setningu eins og er hér fyrir ofan?
Ef það er erfitt fyrir þig, þá skalltu í fyrsta lagi láta það vera að gagnrýna eins viðkvæm málefni, og í öðru lagi halda þér við málefni sem snerta fólk ekki eins sterkt tilfinningalega eins og nauðganir geta gert og oftast gera.
En lengra verður þetta ekki.
Ég vill benda þér á að ég ber engar neikvæðar tilfinningar í þinn garð, heldur tel atferli þitt í samskiptum ekki viðeigandi og gífurlega harkalegt, sérstaklega er komið er niður á svipað viðkvæmt málefni eins og fyrrnefnt málefni er.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli