Þannig er mál með vexti að samþykkt hafa verið ný lög á Íslandi nr. 83/2006 sem banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Samkvæmt 6. gr. laganna taka þau gildi strax en eigendum staðanna er gefinn aðlögunartími þangað til 1. júlí 2007.
Það sem mér þykir furðulegt við þettað allt saman er að ég hef ekki séð eina einustu frétt í fjölmiðlum um þetta. Þegar ég hafði samband við nokkra fréttamiðla á Íslandi og spurðist fyrir um þetta þá var mér annað hvort ekki svarað eða að mér var sagt að það væri ekki tímabært að fjalla um málið fyrr en að fresturinn rynni út þ.e. 1. júlí. 2007.
Það þykir mér mjög skrýtið ef að ekki þykir fréttnæmt að samþykkt hafi verið á Alþingi svo mikilvæg lög sem hafa svo mikil áhrif á menningu okkar. Auk þess er hér um mikið ósamræmi að ræða þar sem næstum hver einn og einasti fjölmiðill á landinu hefur fjallað grimmt um sambærilegar lagasetningar víðs vegar um heiminn á síðustu misserum og hefur þá ekki verið gerður greinarmunur á þeim ríkjum sem hafa látið bannið byrja strax og þeim sem hafa gefið aðlögunartíma. Það virðist sem sagt vera mun brýnna að fjalla um reykingabann í Indónesíu en á Íslandi, í íslenskum fjölmiðlum.
Finna má umrædd lög á: Þannig er mál með vexti að samþykkt hafa verið ný lög á Íslandi nr. 83/2006 sem banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Samkvæmt 6. gr. laganna taka þau gildi strax en eigendum staðanna er gefinn aðlögunartími þangað til 1. júlí 2007.
Það sem mér þykir furðulegt við þettað allt saman er að ég hef ekki séð eina einustu frétt í fjölmiðlum um þetta. Þegar ég hafði samband við nokkra fréttamiðla á Íslandi og spurðist fyrir um þetta þá var mér annað hvort ekki svarað eða að mér var sagt að það væri ekki tímabært að fjalla um málið fyrr en að fresturinn rynni út þ.e. 1. júlí. 2007.
Það þykir mér mjög skrýtið ef að ekki þykir fréttnæmt að samþykkt hafi verið á Alþingi svo mikilvæg lög sem hafa svo mikil áhrif á menningu okkar. Auk þess er hér um mikið ósamræmi að ræða þar sem næstum hver einn og einasti fjölmiðill á landinu hefur fjallað grimmt um sambærilegar lagasetningar víðs vegar um heiminn á síðustu misserum og hefur þá ekki verið gerður greinarmunur á þeim ríkjum sem hafa látið bannið byrja strax og þeim sem hafa gefið aðlögunartíma. Það virðist sem sagt vera mun brýnna að fjalla um reykingabann í Indónesíu en á Íslandi, í íslenskum fjölmiðlum.
Finna má umrædd lög á www.althingi.is/altext/stjr/2006.083.html