Mikið hefur verið talað um í fréttunum um að N-Kórea og Íran séu að “óhlýðnast” Bandaríkjunum og eru að prufu-skjóta fullt af eldflaugum. Ég hef ákveðið að gera grein um þetta og fá ykkar skoðun á málinu.
Undanfarið 3 vikur hefur ljósið verið beint að N-Kóreu útaf því að þeir eru að prufu-skjóta eldflaugum og hefur að sjálfsögðu Bandaríska ríkisstjórnin misst vatnið yfir þessu og búast undir hernaðaraðgerðum við N-Kóeru. Sjálfur finnst mér það bara hlægilegt. Bandaríkin eru eina landið í heiminum sem hafa einhverntímann notað kjarnorkuvopn á móti einhverjum aðilla og nú ef einhver önnur lönd vilja eiga vopn en BNA segja þau ekki hæf til þess þá má það ekki! Ef BNA myndu líta á síðustu 50 árin þá myndu þau sjá að þeir hafa minnst rétt á því að vera segja öðrum löndum til.
Ástæðan fyrir því að N-Kórea og Íran eru að skjóta upp þessum flaugum er einfaldlega sú að þeir eru að segja Bandaríkjunum að þeir ráði ekki yfir þeim og geta ekki sagt þeim til eins og smákrakka. Þetta eru kannski ekki frjálslyndustu þjóðir heims en ég efast um að þau ætli að nota flaugarnar á móti einhverri annarri þjóð því þá vita allir hvað gerist.
Bandarískur Diplómat kom í fréttirnar og ásakaði N-Kóreu um að eyða pening í þessar prufur sem kosta fúlgur og á meðan eiga þeir ekki nægt rafmagn eða mat handa þjóðinni sinni, sem er alveg rétt. En fyrigefðu, EIGA BANDARÍKJAMENN ÞAÐ EITTHVAÐ FREKAR?!?!?! Það þarf ekki mikið til að spá í hræsninni hjá þessari ríkisstjórn. Ég er búinn að búa í BNA í einhver 14 ár og ég hef séð svo mikið af heimalausi fólki út á götu. Og talandi líka um Katrinu, hvernig FEMA klúðraði því vegna peningaskorts. En þeir bara vildu ekki viðurkenna það.
Þannig ef N-Kórea er svona mikil “ógn” og þeir enda í stríði með þessari þjóð þá verða þeir bara að skilja það að þeir eiga eftir að missa menn í þúsundartali, og enn og aftur verður það stríð aftur gert út af því þeir “halda” að óvinurinn geri eitthvað.
Thank You Very Nice
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”