Drusla, svar þitt gefur vitni um stórkostlega vanþekkingu á málinu og því legg ég til að þú hafir þig hæga.
Þú biður um rök, gott og vel.
Þetta svar er því í lengra lagi en vel þess virði að lesa.
“REYND ÞÚ AÐ VERA RAUNSÆ, ÞETTA ”FÓLK“ Í AFGHANISTAN ER ORSÖK VERÐANDI STRÍÐA OG ÞVÍ ÆTTUM VIÐ AÐ EYÐA ÞEIM!!!”
-Þetta “fólk” er ekki orsök vandans. Orsök vandans er barátta um land, völd, hugsjónir, olíu og trú.
Þarna spila Bandaríkjamenn stóran þátt.
“VIÐ GETUM EKKI ÁTT HÆTTU Á STRÍÐI ÞVÍ ÞÁ EYÐIST ÖLL JÖRÐIN=BETRA ÞAU EN VIÐ ÖLL!!!”
-Þó að stíð mundi brjótast út, og jafnvel þótt það kæmi heimsstyrjöld, þá þýðir það ekki að öll jörðin eyðist.
Hugsanlega er einhver í Mið-Austurlöndum að hugsa að best væri að eyða NATÓ ríkjunum til að koma í veg fyrir stríð. Að hverju átt þú að ráða en ekki hann?
“ÞAÐ LAND SEM FELUR HRYÐJUVERKAMANN Á SÉR EKKI TILVERU RÉTT”
-Albanía er búin að lýsa því yfir að komi fram sannanir um að Bin Ladin hafi skipulagt þetta, þá munu þeir framselja hann.
Í Afganistan eru talíbanar við völd. Það er nokkuð víst að þeir hafa ekki meirihluta stuðning.
Þeir troða á réttindum kvenna og túlka Kóranin á sinn hátt. Það er alveg ljóst að gjörðir þeirra endurspegla ekki vilja þjóðarinnar.
“OG ÞAÐ ER EKKI OKKUR OG BANDARÍKJUNUM AÐ KENNA AÐ ÞETTA FÓLK ER AUMINGJAR SEM HAFA FLESTA ROSA ROSA FÁTÆKA OG AÐRA (HRYÐJUVERKAMENN) MOLD RÍKA.”
-Jú að hluta. Vestrænar þjóðir hafa margar hagnast á vanþróuðum og fátækum þjóðum. Svo voru það Bandaríkjamenn sem styrktu og þjálfuðu Bin Laden.
“WAKE UP”
-Ég er vakandi.
“Verum raunsæ, ekki vond, meðan ólíkir hópar með ólík trúarbrögð eru til verða árekstrar.”
-Hvað eigum við að gera, neyða alla til að taka kristni. Meðan maðurinn getur hugsað sjálfstætt þá verða til ólík trúarbrögð. Því væri betra að reyna að læra að bera virðingu fyrir trú annara frekar en að vilja drepa það.
“í augum muzlima, lestu bara kóraninn, er kristið fólk heiðingjar og því réttdræpt. Hvað getum við gert þegar þau byrja að ráðast á okkur?”
-Hvernig væri að þú rifjir upp hvernig þú eigir að myrða þá sem voga sér að segja þér frá öðrum trúarbrögðum. (Þú kannski veist það fyrst þú ert svona áköf í að myrða heilu þjóðirnar.)
Og ef þú ætlar að segja að það sé bara í Gamla testamentinu þá ættir þú kannski að rifja upp svolítið úr því nýja:
38:Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.`
39:En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.
40:Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka.
41:Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær.
42:Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.
“( þegar ég segi okkur á ég við hundinn( USA) sem við erum lýs á)”
-Það er aldeilis álit sem þú hefur á okkur.
“Við verðum að bjarga okkur, það erum við eða þau!!!”
-Af hverju frekar við en þau? Hver gaf þér valdið til þess að velja?
“Ekki hefnd heldur hringrásin við veiðum okkur til matar og beitum sjálfsvörn sé okkur ógnað = VERTU RAUNSÆ”
-Þú getur ekki drepið heila þjóð bara í sjálfsvörn.
Ástæðan fyrir því að ég fordæmi árásina á WTC er að þar var verið að ráðast á saklausa borgara. ÞÚ ERT EKKERT BETRI!
“Þú ert, kannski því miður fyrir okkur, sennilega kristin og því réttdræp hjá þeim eins og við svo þú skalt hugsa sem ein af okkur.”
-Það fer bara eftir því hvað þú túlkar Kóraninn strangt. Alveg eins og Biblíuna. Hverjir voru það sem stóðu fyrir galdrabrennum og með hvaða rökum?
“Eins hræðilegt og það kann að virðast er oft betra að drepa sært dýr til að bjarga því frá kvölum heldur en að bjóða því upp á hálft líf= hundar með hundaæði eru drepnir”
-Ég mundi nú halda að Bandaríkjamenn væru núna sært dýr.
“= hryðjuverkamenn og þeir sem aðhyllast aðgerðir þeirra ættu að vera drepnir”
-Ég heyri ekki betur en þú aðhyllist ein mestu hryðjuverk sögunnar, að útrýma heilli þjóð. Má túlka þetta sem dauðaósk?
“Ég skammast mín ekkert”
-Sumir tala af reynslu.
Aðrir, af reynslu, tala ekki.
Ég vona að þessi rök dugi.
Kveðja,
Ingólfur Harri