Þetta er nokkuð bizarr! (tengist ástandinu í USA) Ef sú staðreynd at ástandið í USA líktist mest senu úr Independance Day var ekki nógu mikið bizar og veruleikafirrt, kíkið þá á þetta.

Hljómsveitin Dream Theater (sem er reyndar uppáhaldshljómsveitin mín) tók upp live plötu í fyrra í New York, gaf út DVD disk fyrr á þessu ári frá þessum tónleikum og svo núna í gær, hinn markverða dag 11. september, sem á eftir að vera skráður í sögubækurnar sem daginn sem New York stóð í logum, gáfu þeir út diskinn Live Scenes From New York sem er þriggja diska live diskur frá þessum tónleikum. Þetta er coverið á þeim disk:

http://www.realfx.com/dt.jpg

Þarna sést eppli (The big Apple) sem brennur (sem er reyndar eldgamalt logo hjá hljómsveitinni) og í logunum sjást frelsisstyttan og tveir skýjakljúfar, sem líkjast turnum Word Trade Center.

Electra, hljómplötufyrirtæki sveitarinnar, hefur skiljanlega hætt við útgáfu á plötunni, og hefur kallað öll eintök aftur sem þegar eru komin í sölu.

Þetta er alveg ótrúleg tilviljun…


En, ef þetta væri ekki nóg, þá rakst ég einnig á þetta cover:

http://www.mostpreciousblood.com/images/discography/ToLiveDieinNYC.JPG

Ég veit reyndar ekkert um þessa útgáfu, annað en hún kom út í febrúar 1998…
Resting Mind concerts