Umferðarklúðrið Miðað við hve alvarleg tíðindi berast frá útlöndum þá virðast minn pirringur vera smáatriði, en þó er hann viðvarandi og ég vil heyra álit ykkar. Umferðarljós, gatnamót og vegakerfið almennt á höfuðborgarsvæðinu er alveg orðið óþolandi. Nýjasta dæmið sem mig hryllir við, sérstaklega því ég bý þar, er í Kópavogi, og virðist það að mestu tengjast Smáralindinni. Ef þú, lesandi góður, tekur þér bíltúr um þetta svæði sérðu umferðarljós spretta upp á öllum hugsanlegum, og óhugsanlegum stöðum. Hvers vegna eiga skipuleggjendur umferðarmála svona erfitt með að skipuleggja umferðaræðar án ljósa, eða a.m.k. með töluvert færri ljósum en nú er? Umhverfissjónarmið fá að minnsta kosti ekki að ráða. Einhvers staðar las ég að mesta mengunin kæmi frá bílum sem væru lengi í umferðinni, og þyrftu sífellt að bremsa og gefa í, alveg eins og hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er hreinlega orðið fáránlegt. Skoðum aðeins ferlið við að aka milli ljósa. Bíllinn er kyrrstæður á rauðu ljósi. Undivagninn hitnar, pústkerfið hitnar, bíllinn eyðir eldsneyti í það eitt að ganga og nýtist því ekki til að færa bílinn milli staða. Þarna er mengun og sóun. Þú gefur í, bíllinn eyðir mun meira eldsneyti við inngjöf heldur en á stöðugri ferð. Svo ert þú komin(n) á þinn aksturshraða og nú fyrst er bíllinn orðinn hagkvæmur og mengar minnst. Um leið og þú þarft svo að bremsa kemur mikið ryk úr bremsusliti, dekk slíta malbiki sem gefur af sér ryk og aftur er bíllinn kominn í hægagang þar sem við byrjuðum. Ekki nóg með það, heldur eru stundum ekki nema nokkrir tugir metra milli ljósa. Sama má í raun segja um hraðahindranir þegar stanslaust er verið að gefa í og hægja á sér. Hlægilegast (eða kannski alvarlegast) er að þær eru leiktæki táningana sem nýkomnir eru með bílpróf og missa þess vegna marks að mörgu leyti. Verst af öllu er að hafa keyrt í Þýskalandi. Þvílíkur munur!!! En annars finnst mér þetta orðið alveg út í hött hér heima. Við búum í tæknivæddu samfélagi sem hefur alla burði til að gera gatnakerfið margfalt betra og skilvirkara en það er. T.d. vakti það furðu mína að mislægu gatnamótin á Ártúnshöfða skyldu verða ljósavædd??? Til hvers var þá verið að gera þau mislæg? Þú mátt samt ekki misskilja mig. Ég keyri ekki eins og skepna á +100km hraða og allt það, heldur er ég aðeins að biðja um betra skipulag með flæðandi umferð sem stöðvast ekki í tíma og ótíma. Ertu sammála mér?

Kv.

Mazoo