Atburðurinn í Bandaríkjunum er alveg hreint ótrúlegur. Þúsundir manna létu lífið og þvílík ringulreið hefur skapast þar. Fátt annað hefur verið í fréttum og það sem mér finnst svolítið áberandi í fréttaflutningunum er það að margir hafa verið að kalla þetta huglausan verknað, m.a. forseti Bandaríkjanna og aðrir háttsettir menn. Mér dettur í hug ýmis orð sem lýsa þessum verknaði betur en huglaus s.s. grimmilegur, hrottalegur, hræðilegur, hryllilegur, samviskulaus. Það hefur þurft mikla peninga, skipulagningu, grimmd og síðast en ekki síst dirfsku til að koma þessu í framkvæmd. Því finnst mér huglaus ekki vera að viðeigandi lýsingarorð við þessum verknaði. Hvað finnst ykkur um það? Eru einhver rök fyrir því að kalla þetta huglausan verknað?