Útvarpsstöð hvetur til drykkju
Er þetta satt? Erfitt að svara en er að hluta til satt. Eins og allir vita er bannað að auglýsa bjór og annað áfengi en mér finnst eins og útvarpsstöð ein geri það. Útvarpsstöðin FM 957 hefur að mínu mati verið að hvetja til djamms og drykkju með, og ekki nóg með það þá “auglýsa” þau áfengið svo sem Carlsberg björ og þegar verið var að tala um sumardjammið os.frv þá kom fram svona hvað var verið að drekka og í boði san miguel eða hvað eina, og finnst mér þetta vera auglýsingar, og þar sem stór hlustendahópur er á aldrinum 13-17 ára þá finnst mér eins og þessi ákveðna útvarpsstöð sé að hvetja til að krakkar á þessum aldri sé að fara út um helgar og drekka. Mér finnst þetta algjörlega útí hött og ætti að skammast sín fyrir þetta, mig langar að vita álit fleirra aðilla um þetta mál.