Þegar ég hef horft á sjónvarpið upp á síðkastið hef ég tekið eftir RISAauglýsingu frá orkuveitu Reykjavíkur.

Í þessa auglýsingu er ekkert til sparað og´næst ætla ég að taka tíman á henni því hún er örugglega um 30 sekúntur eða jafnvel lengri og er settur stuttur söngleikur á svið .

Nú er ég búsettur í Reykjavík og er orkuveitan eign reykvíkinga. Ég er bara að átta mig á því af hverju orkuveitan ætti að punga út milljónir í svona auglýsingu. Hver er hagur orkuveitunnar á að auglýsa sig svona.
Er það ekki frekar hagur auglýsingastofunnar að fá svona stórt verkefni upp í hendurnar sem virðist nú ekki þjóna miklum tilgangi????

Mér hefur dottið í hug hvort að háttsettir menn innan orkuveitunnar séu tengdir einhverjum vina eða fjöldskylduböndum inn í einhverja auglýsingastofunna“klíkuskapur” og gefa þeim verkefni sem að mínu mati er algjörlega langt yfir öllum velsæmismörkum hvað varðar stærð og umfang.

æji ég veit það ekki , mér finnst bara eins og sumir séu að fá “easy money” á kostnað okkar reykvíkinga.

kveðja.
JHJ
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust