Þar sagði Samfylkingar maður að markaðurinn ætti ekki að stjórna okkur. Markaðurinn væri þræll sem við ættum að notfæra okkur.
Þessi lýsing á markaði lýsir fáfræði þessa stjórnmála manns á orðinu ,,markaður´´ í þessu samhengi.
Markaðurinn er ekki fyrirbæri heldur hugtak yfir efnahagsleg samskipti manna, væntingar, og óskir. Þetta er ekki einhver götubasar.
Þegar menn reyna að stjórna markaðnum eru menn að stjórna því hvernig samskipti milli fólks fara fram, segja því hvað það vill og banna því að vilja eitthvað annað.
Í Deutsche Demokratische Republik, Austur Þýskalandi, reyndu menn að hneppa markaðinn í þrældóm.
60 árum seinna var Vestur-Þýskaland eitt voldugasta og blómlegasta iðnríki í heiminum á meðan Austur-Þýskaland var eitt stykki ónýtt land sem flestir hefðu viljað sópa undir ísskápinn.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig