Tja… allavega einhvað sem laðar að sér óþolandi og fáfrótt fólk, já þá er ég að tala um yfirborðslegt fólk sem að skilgreinist auðveldlega sem “fólk sem að dæmir eftir útlitinu einu”. Hvernig væri að tala við manneskjuna og gefa henni nokkrar mínútur til að sýna sig og sýna hvað hún hefur. Hætta þessarri vitleysu með að dæma fólk alltaf útaf útlitinu líkt og að vilja ekki tala við einhverja manneskju sem að kýs að klæða sig eftir svo kölluðum “goth”-stíl eða einhverja ljóshærða stelpu sem að verslar öll sín föt úr Gallery 17. Eða jafnvel nýju Asísku fjölskylduna sem að var að flytja inn í blokkina.
Persónulega hef ég alltaf sagt við sjálfa mig að þegar við fæðumst þá fæðumst við sem sálir og að við fáum bara líkama okkar að láni. Enginn getur í rauninni ákveðið hvernig hann/hún lítur út, maður verður bara að vera sáttur við þann sem maður er. Þetta litla “er” segir mér einhvað allt annað en það þýðir í svona lauslegri steningu, ef að maður les á milli línanna þá þýðir þetta “er” einfaldlega það að maður er sá sem maður er innra með sér en ekki það sem að aðrir eða maður sjálfur sér ytra með sér!
Veit ekki hvort að þessi setning sé auðskiljanleg, en ef að maður les hana nokkrum sinnum yfir þá ætti maður að ná skilningnum.
Ég hef notið þeirrar ánægju að kynnast mikið af mismunandi fólki nánast hvaðan sem er úr heiminum og einnig mismunandi stíl, persónu og karaktereinkennum. Flest af þessu fólki var bara mjög almennilegt og til í að kynnast mér líkt og ég vildi kynnast þeim! En að sjálfsögðu var líka fólk þarna sem að var ekki eins viljugt að ná góðu einhverjum sérstökum tengslum við mig og eða aðra.
Líklegast held ég að vandamálið sé bara það að bæði eru allir tilbúnir að segja sína skoðun á hlutunum hvort sem að hún sé særandi eður ey og það að fólk er ekki tilbúið að taka slíkum skoðunum og allra síst ef að einhver ákveðin skoðun er særandi (en það held ég að sé nú bara mannlegt).
Ég hef ekki komist að neinni endanlegri niðurstöðu en ég held nú samt að heimurinn allure sé meira og minna yfirborðslegur.
Hér er smá dæmisaga:
Vinkona mín var á leiðinni útá land með tveimur stelpum sem að hún þekkti ekki neitt, hún var bara að fá far með þeim útá land. Hún er að hafa sig til og klæðir sig í bleik-köflótta skirtu og setur í sig tvær fléttur og ætlar svo bara að fara að labba út. En þá segji ég ,,Viltu ekki hafa með þér bleiku sólgleraugun líka, þau fara svo vel við allt “out-fittið”, þú verður alger pæja svoleiðis”.
Hún setur upp gleraugun, skoðar sig í speglinum en tekur svo gleraugun af sér. Ég spyr hana hvort að hún ætli ekki að taka þau með. Hún svarar neitandi svo að ég spyr ,,af hverju?” Þá segist hún ekki þora að vera með þau því að stelpurnar sem að hún væri að fara að fá far með myndu kanski halda einhvað asnalegt!….
Það kom ekkert betri skýring á þessu, en ég vissi að hún væri bara hrædd um að verða fyrir einhverri gagnrýni!
Svo að hér er svona nokkurnvegin loka-niðurstaðan mín í þessu öllu:
Við erum öll gerendur og þolendur í þessum málum.
Við dæmum og erum dæmd !
Með þessarri grein vildi ég einnig koma af stað smá umræðu sem að tengist yfirborðskennd og öllu þar í kring og sem því fylgir. Svo að verið ekki hrædd að segja ykkar skoðun. Ég vil endilega fá að heyra hvað aðrir hafa um þetta að segja!
Takk takk. -itastelpa-
Ég er ég og þú ert þú svo ekki halda að þú þekkir mig!