Ég ætla hér að birta grein sem kom á heimasíðu arnar arinbjarnar, www.hi.is/~arnarar sem er háskólanemi. Það sem hann segir hér er gjörsamlega talð af mínu hjarta. Endilega komið með ykkar skoðanir á þessu máli, ég þakka Arnari kærlega fyrir að leifa mér að birta þetta hér


jafnrétti-
Sumir virðast ekki skilja orðið jafnrétti. Þar á meðal er Orkuveita Reykjavíkur. Ekki vegna þess að þeir réðu Geir í vinnu, heldur vegna þess að þeir veita kynjabundna námsstyrki.

Þætti ekki öllum bjánalegt að veita rauðhærðum körlum með sítt að aftan styrk til þess að hefja nám í verkfræði vegna þess að það eru svo fáir verkfræðingar sem eru rauðhærðir karlmenn með sítt að aftan? Er þetta kannski ekki bara bjánalegt heldur líka lögbrot?


65. gr. í stjórnarskránni:
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Ég kann reyndar ekkert svo mikið á lög…

Hvernig er það, á ekki Reykjavíkurborg orkuveituna?

Nú er ég alls ekki að gagnrýna styrki yfir höfuð, heldur kynjabundna styrki. Hvernig er það, vantar ekki fleiri efnafræðinga sem eru kaþólskir? Hvernig væri að fjármálaráðuneytið myndi taka sig til og styrkja kaþólska Íslendinga til náms í efnafræði? En eru ekki frekar fáir íslenskufræðingar örvhentir? Af hverju styrkir ekki Þjóðleikhúsið örvhent fólk til að fara í íslenskunám?

Einhver er að hugsa núna: “Þú ert bara á móti konum.” Það er ekki rétt, ég er á móti ójafnrétti í jafnréttisbaráttunni, en þetta er gert í nafni jafnréttis. Það er erfitt að finna sambærileg dæmi. Þetta væri svipað og ef ÁTVR myndi gefa öllum nýútskrifuðum af Vogi bjórkassa í tilefni útskriftarinnar í nafni áfengisvarna.

Svona átök eins og að reyna að fjölga konum í verkfræðinámi með því að hvetja þær að fara í verkfræði þrátt fyrir að þær komi úr máladeildum menntaskólanna eru bara augljóslega á röngum stað. Það væri nær að hvetja konur til að velja stærðfræðideildir menntaskólanna svo þær séu betur undirbúnar undir verkfræðinám.