Get ekki stillt mig um að svara áliti fólks hér að ofan…afskakið lengdina ;)
#1 “Já, það verður friður í heiminum strax og allir íslendingar skrifa á nógu marga undirskrifta lista.”
Undirskriftarherferð sem þessi er ekki til þess fallinn að leysa átökin í Palestínu/Ísrael. Það er hins vegar staðreynd að aðgerðir fólks og ríkistjórna í heiminum getur oft haft sitt að segja þegar mannréttindabrot, stríð og kúgun er annars vegar. Má þar nefna að þrýstingur víða um heim hafði sitt að segja við endalok Víetnam stríðsins og fall aðskilnaðarstefnunnar (apartheit) í Suður Afríku.
#2 “…og ef eitthvað fengi undirskrift mína eru það ekki palestínumenn.”
Kröfurnar um að farið verði eftir alþjóðalögum, samþykktum S.þ. og gerðum samningum, að árásarstríð Ísraela með öllum þeim hörmungum sem því fylgir verðir fordæmt og að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent á svæðið ætti að gagnast bæði Palestínumönnum og Ísraelsmönnum.
#3 “Ég held að ísraelskir byssglaðir hermenn og grjótkastandi sjálfsmorðsprengjandi palestínumenn gefi nú nettan skít í það hvað einhverjir frónbúar nyrst í rassgati halda um þetta mál.”
Ísland er aðili að Sameinuðu þjóðunnum, NATO og ýmsum alþjóðsamningum sem hafa með grundvallar mannréttindi að gera. Við höfum oftar en ekki beitt okkur á alþjóðavettvangi fyrir aumari málstað en sjálfsagðri mannréttindabaráttu Palestínumanna í eigin landi. Auk þess eigum við Íslendingar það samviskunni að bera að hluta til ábyrgð á hörmungum Palestínumanna. Ísland greiddi atkvæði með tillögu hjá S.þ. um stofnun Ísraelsríkis þar sem einni þjóð (aðfluttum gyðingum) var gefið land annarar (Palestínumanna) árið 1948.
#4 “Palestínumenn gefa krökkum Ak-47 og Molotoff…en eru svo rosalega móðgaðir þegar börnin eru drepin!”.
Ísraelskir hermenn að drepa óvopnuð börn í hernumdu heimalandi Palestínumanna. Dýr vernda afkvæmi sín…og Palestínumenn eru ekki óargardýr, og eina þjóðin í heiminum, sem er sama um börnin sín. Það er ekki hægt að skella skuldinni á fórnarlömbin!! Hernámslið sem drepur börn í heimalandi þeirra er ábyrgt fyrir gerðum sínum.
#5 “ok hvor er verri ? gaurar sem lappa inn í veitingastði fullt af fólki og sprengja sig í loft upp eða ísraelar sem eru að reyna að pæla uppreisn..”
Það er rétt að Palestínumenn eru í uppreisn gegn Ísraelsmönnum. Uppreisn þeirra gengur út á að grundvallarmannréttindi þeirra séu virt og að þeir fái frelsi í eigin landi. Ísraelsmenn hafa hernumið Vesturbakkan, Austur-Jerúsalema og Gaza í 34 ár. Yfirvöld í Ísrael beita skipulögðum hryðjuverkum með sprengjuárásum, eyðileggingu húsa og ráni á landi og eignum Palestínumanna. Þeir vilja þeir ekki sjá neitt friðargæslulið og vilja ekki hefja friðarviðræður í dag. Yfirvöld í Palestínu fordæma hryðjuverk og vilja tafarlaust hefja friðarsamninga og fá friðargæslulið á staðinn. Sumir sem lifað hafa undir hernámi og kúgun Ísraelsmanna árum saman grípa því miður til örþrifaráða og ráðast t.a.m. gegn landránsfólki í heimalandi sínu…en einnig gegn óbreyttum borgurum í Ísrael.
#6 “Það þarf tvo til þess að deila.”
Virkilega sorgleg skoðun. Annar aðilinn stundar ólöglegt hernám og kúgar íbúa Palestínu eftir skipulögðu kerfi kynþátta- og trúarmismunar (fylgist með umræðum á ráðstefnu S.þ. um kynþáttamisrétti). Hinn aðilinn vill að grundvallar mannréttindi og sjálfsákvörðunarréttur þeirra sér virtur, farið verði eftir ályktunum S.þ. og alþjóðalögum og að 34 ára hernámi Ísraelsmanna linni. Þurfti “tvo til að deila” þegar Indónesar hernumdu Austur-Tímor, hvítir kúguðu svarta í Suður-Afríku eða nasistar murkuðu lífið úr gyðingum???
#7 “Nú hafa Palestínskir hryðjuverkamenn sagt í blöðum, útvarpi og sjónvarpi að þeir vilja ekki frið! Jafnvel þótt Ísrael gefi þeim landið aftur þá vilja þeir ekki sættast. Heldur vilja þeir alla Ísraela útúr landinu. Hvernig á að semja þannig?” Ísraelskir heitrúarmenn og hermenn hafa látið ófögur orð falla eins og að “útrýma verði Palestínumönnum eins og pöddum” og reka þá alla úr landi. Auðtvitað eru öfgamenn báðum megin víglínunnar. Palestínsk yfirvöld vilja hefja friðarsamninga strax á meðan Ísraelsk yfirvöld vilja bíða með það og neita einnig að virða og hrinda í framkvæmt ákvæðm þeirra friðarsamninga sem gerðir hafa verið.
### Réttlátur friður sem byggir á samþykktum S.þ. og alþjóðalögum er eina lausnin á deilum Palestínumanna og Ísraela. Ísraelsmenn verða að hætta skipulagðari “apartheit” stefnu sinni og aflétta hernámi sínu á landi Palestínumanna!