Eigum við grunnnetið?
Það er undarlegt að hugsa til þess að þegar við tölum í síma, þá erum við öll á sama helvítis staðnum, grunneti Landsímans, sem er í raun okkar eign þar sem skattpeningar hafa verið notaðir í tugi ára til að borga það. Nú á líklega að selja þetta net með Landsímanum, og líklegustu kaupendurnir eru útlendingar, eða ríkir Íslendingar. Alþingi gefur leyfi til þess að selja þjóðareign. 63 menn og konur (ekki allir, VG -6) afhenda eign 200.000 manns. Þetta er eins og ég seldi bílinn þinn fyrir framan nefið á þér, en þú einhvernveginn gleymdir að hugsa, og allt í einu er einhver útlendingur farinn að rukka þig fyrir afnot af honum! Sala Landsímans hefur aðeins slæmar afleiðingar. Þegar búið er að hlutavæða fyrirtækið er aðalmarkmiðið gróði. Aðalmarkmið ríkisfyrirtækis er að starfa, fyrir alla, óháð tíma, kostnaði, og fyrirhöfn. Hvaða fyrirtæki dytti í hug að leggja símalínu til Dalvíkur, eða á afskekktan sveitabæ? Engu. En þar sem búið er að þessu um allt land, er engin þörf á því núna. En hvað ef ég stofna nýbýli á Hornströndum og 15 með mér, og vil fá síma? 10 milljónir takk! Gamli Landsíminn gerði þetta frítt! En hvað um það, við getum verið glöð yfir því að peningarnir okkar renna í vasa nokkurra manna nú, í stað þess að þeir væru notaðir í rekstur fyrirtækisins áður.